Bókmenntir

Fréttamynd

Sala Sigurhæða sett í biðstöðu

Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Danskur tímaflakkari tékkar á Íslandi

Tímaflakkarinn Mortensen hefur borið hróður danska teiknimyndasöguhöfundarins Lars Jakobsen víða um lönd en þeir reyna nú fyrir sér á Íslandi í fyrsta sinn með fulltingi íslensks vinar, höfundarins Árna Beck Gunnarssonar, sem hefur þýtt bókina um Dularfulla handritið.

Lífið
Fréttamynd

Þarf að endurhanna allt

Um tímann og vatnið er titill á nýrri bók eftir Andra Snæ Magnason. Þar fjallar hann á afar áhrifaríkan hátt um þá skelfilegu vá sem steðjar að mannkyni vegna loftslagsbreytinga og boðar róttækar lausnir.

Menning
Fréttamynd

Vond orð

Grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr vinnur nú að nýrri bók, eða réttara sagt orðasafni slæmra orða í íslenskri tungu. Verða þau listuð upp, gerð grein fyrir því af hverju þau eru slæm og önnur betri nefnd til sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ís með innyflum

Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála.

Innlent
Fréttamynd

Fetar eigin slóð

Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína.

Menning
Fréttamynd

Telur tímabært að endurheimta handritin

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fengið heimild ríkisstjórnar til að undirbúa viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Setja sig í annarra spor

Alexandra Gunnlaugsdóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir eru höfundar bókarinnar Mía, Moli og Maríus sem gefin verður í alla leikskóla landsins.

Menning
Fréttamynd

Sagnfræði á toppnum

Venjulega trónir glæpasaga í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Listi síðustu viku er óvenjulegur að því leyti að í efsta sæti listans er Sapiens eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Strax við útkomu rauk bókin í fyrsta sæti listans.

Menning
Fréttamynd

Hamfaradagar

Spánska veikin var ein skelfilegasta farsótt sem gengið hefur yfir landið, ekki hvað síst fyrir það að hún lagðist þyngst á ungt fólk og fólk á besta aldri, þá sem báru uppi samfélagið bæði hvað varðar atvinnulíf og umönnun. Urðarmáni gerist á haustmánuðum 1918 þegar spánska veikin bættist eins og djöflakrydd ofan á eldgos með tilheyrandi öskufalli og nístandi ískulda sem þegar réðu lögum og lofum í Reykjavík og álagið á samfélagið var gríðarlegt, ekki síst á heilbrigðisstarfsfólk.

Menning
Fréttamynd

Fátt kemur á óvart

Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Toni Morrison látin

Bandaríski Nóbelsverðlaunahafin og rithöfundurinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Morrison lést í gær í faðmi fjölskyldu og vina.

Erlent