Bíó og sjónvarp

Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvik­mynd

Eiður Þór Árnason skrifar
Ólafur Jóhann segist nú þegar vera byrjaður að skrifa handritið.
Ólafur Jóhann segist nú þegar vera byrjaður að skrifa handritið. Vísir/Getty

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Að sögn Baltasars verður um að ræða alþjóðlegt verkefni sem verður stórt í sniðum en til stendur að hefja kvikmyndatökur snemma á næsta ári.

Greint var frá verkefninu í kvöldfréttum RÚV en Snerting var mest selda bókin á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bókaútgefanda og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Bókin er sögð af aðalpersónunni Kristófer sem er að loka veitingastað sínum í Reykjavík. Óvænt skilaboð á Facebook leiða til uppgjörs við lífshlaupið og teyma hann á óvæntar slóðir. Teygir sögusvið skáldsögunnar sig til Íslands, Bretlands og Japan og gerist á mismunandi tímaskeiðum.

Ólafur Jóhann segist í samtali við RÚV vera hæstánægður með að til standi að gera mynd eftir bók sinni. Sjálfur mun hann skrifa handritið að ósk Baltasars en þetta er fyrsta bókin eftir Ólaf sem verður að kvikmynd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×