Menning

Eitt fremsta skáld Pól­verja fallið frá

Atli Ísleifsson skrifar
Adam Zagajewski lést í Kraká í gær.
Adam Zagajewski lést í Kraká í gær. EPA

Pólska ljóðskálið og rithöfundurinn Adam Zagajewski er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést í Kraká.

Zagajewski var eitt fremsta skáld í sögu Póllands og var nafn hans ítrekað nefnt í vangaveltum um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Nóbels. Hann var hluti af samfélagi nýbylgju bókmenntanna, sem þekkt var sem 68‘ kynslóðin.

Zagajewski fæddist í borginni Lviv sem nú er að finna í Úkraínu. Skáldskapur hans þótti skorinorður og beindi hann oft spjótum sínum að kommúnistastjórnum austan járntjaldsins.

Útgáfu bóka Zagajewskis var bönnuð í Póllandi árið 1976 og í upphafi níunda áratugarins fór hann í sjálfskipaða útlegð til Parísar.

Zagajewski gaf út fjölda ljóðasafna, ritgerða, smásögur og minningar og vann sömuleiðis til fjölda verðlauna á ferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.