Efnahagsmál

Fréttamynd

Staða þjóðarbúsins ein sú besta í evrópskum samanburði

Hrein staða íslenska þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er betri en víðast hvar á meðal Evrópuríkja. Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að breytt staða þjóðarbúsins ætti að leiða til lægri langtímavaxta. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áframhaldandi útlit fyrir viðskiptaafgang við útlönd á næstu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar

Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR

Formaður VR segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengislekinn meiri og hraðari en áður

Gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag að mati hagfræðings þar sem innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða þörf fyrir verðhækkanir. Spennan í hagkerfinu magni gengisáhrifin. Forstjóri heildsölunnar Innness segir útlit fyrir verðhækkanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptajöfnuður líði fyrir launaskrið

Verði laun hækkuð umfram framleiðni og brjótist hækkunin hvorki fram í verðbólgu né atvinnuleysi má búast við miklum áhrifum á viðskiptajöfnuð samkvæmt nýrri skýrslu. Ýtrustu kröfur um launahækkanir leiði til halla sem nemur yfir helmingi af landsframleiðslu

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frekari vaxtahækkanir í kortunum

Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%.

Viðskipti innlent