Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 16:53 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festis. Fyrirtækið ætlar ekki að nýta hlutabótaleiðina lengur en endurgreiðir þó ekki milljónirnar sem fyrirtækið sparaði líkt og Skeljungur og Hagar hafa ákveðið að gera. Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda lengur. Hagar ætla að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. Áður hafði Skeljungur tilkynnt að fyrirtækið ætlaði að endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Fyrirtækin höfðu bæði verið gagnrýnd fyrir að ætla að nýta sér úrræði stjórnvalda fyrir fyrirtæki í basli vegna kórónuveirufaraldursins. Bæði fyrirtækin eru rekin með milljarða króna hagnaði. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Ríkisstjórnin hefur gripið til aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og er hlutabótaleiðin á meðal aðgerða stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur höfðu gagnrýnt þau stöndugu fyrirtæki sem nýttu sér úrræðin harðlega. Síðast í dag sagði fjármálaráðherra aðgerðir þeirra rýting í samstöðuna sem verið væri að kalla eftir. Endurgreiðsla upp á 36 milljónir króna Stjórn Haga ákvað í dag að endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem féll til vegna starfsfólks dótturfyrirtækja Haga sem nýttu sér hlutabótaleiðina í aprílmánuði. Því starfsfólki verður sömuleiðis boðið að fara aftur í það starfshlutfall sem áður var. Endurgreiðslan nemur um 36 milljónum króna. „Mikil óvissa ríkti í verslun og þjóðfélaginu öllu þegar ákvörðun um að nýta hlutabótaleið ríkisstjórnar var tekin innan Haga, í þessu tilfelli Zöru, Útilíf og veitingasölu Olís. Var það gert til að forðast uppsagnir og viðhalda ráðningasambandi við starfsfólk eftir fremsta megni. Önnur dótturfyrirtæki Haga nýttu sér ekki þessa leið, t.a.m. Bónus, Hagkaup, vöruhúsin Aðföng og Bananar, lyfjaverslanir og framleiðslustöðvar. Ekki hefur þurft að grípa til uppsagna innan samstæðunnar vegna Covid 19,“ segir í tilkynningunni frá Högum. Finnur Árnason hefur verið forstjóri Haga undanfarin ár en nú tekur nafni hans Finnur Oddsson við starfinu.Vísir/Vilhelm „Á þessum tímapunkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem faraldurinn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en óttast var í upphafi. Nú telst því rétt að endurgreiða þá fjárhæð sem Vinnumálastofnun greiddi til starfsfólks Haga í aprílmánuði.“ Einnig tók stjórn Haga ákvörðun um að ljúka endurkaupaáætlun eigin hluta fyrr en áætlað var en áætlunin hefur verið í gildi frá 28. febrúar. Áætlað var að endurkaup myndu nema 500 milljónum króna að hámarki en félagið hefur þegar keypt eigin hluti skv. áætluninni að fjárhæð 450 milljónir króna. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Högum undanfarnar vikur. Forstjóraskipti hafa orðið og sömuleiðis er framkvæmdastjóri Bónuss hættur. Kostnaður við starfsflokin nemur yfir 300 milljónum króna. Segja ákvörðunina tekna með góðum hug Festi ætlar að hætta á hlutabótaleiðinni en þó ekki greiða peningana til baka. Í tilkynningu frá Festi segir að ákvörðun fyrirtækisins hafi verið tekin þegar fyrirtækin stóðu frammi fyrir mikilli rekstraróvissu. Forstjóri Festis segir lokun verslunar Elko á Keflavíkurflugvelli hafa meðal annars orðið til þess að ákveðið var að nýta sér úrræði stjórnvalda. Vísir/Vilhelm „Verslanir ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem og nokkrar þjónustustöðvar N1 urðu fyrir algjöru eða miklu tekjutapi og verulegum takmörkunum á starfsemi vegna áhrifa af COVID-19 og samkomubanns stjórnvalda. Hlutabótaleiðin var nýtt að hvatningu stjórnvalda í stað þess að grípa til uppsagna og vernda þannig ráðningarsamband við starfsfólk, enda er okkur umhugað um að vernda störf og halda því góða starfsfólki sem hjá okkur starfar.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki reikna með því að peningarnir yrðu endurgreiddir. Fjallað var um fyrirtækin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Eggert Þór. „Ákvörðunin var tekin með góðum hug og hvarflaði það ekki að okkur að hún myndi orka tvímælis enda fór fyrirtækið í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda,“ segir í tilkynningunni sem Eggert forstjóri er skrifaður fyrir. Festi vill árétta að síðan hlutabótaleiðin var kynnt sem úræði stjórnavalda að þá hefur félagið ekki greitt út arð eða keypt eigin hlutabréf. „Festi er stórt fyrirtæki sem hefur skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og ber mikla umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Það eru einkennilegir tímar sem við lifum núna og margt óvænt sem kemur upp í daglegum rekstri sem við lærum af. Festi hefur ákveðið frá og með deginum í dag að nýta ekki hlutabótaleiðina.“ Festi reiknar með rúmlega sjö milljarða króna hagnaði af árinu 2020. Þá var greiðslu arðs frestað fram á haust en arðgreiðslan til eigenda hljómaði upp á um 650 milljónir króna. Össur nýtti sér úrræðið eftir 1,2 milljarða arðgreiðslu Fyrirtækið Össur er einnig á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kom fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Festi ætlaði að endurgreiða peninga líkt og Hagar. Það var rangt. Fyrirtækið ætlar þó ekki að nýta sér hlutabótaleiðina lengur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda lengur. Hagar ætla að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. Áður hafði Skeljungur tilkynnt að fyrirtækið ætlaði að endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Fyrirtækin höfðu bæði verið gagnrýnd fyrir að ætla að nýta sér úrræði stjórnvalda fyrir fyrirtæki í basli vegna kórónuveirufaraldursins. Bæði fyrirtækin eru rekin með milljarða króna hagnaði. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Ríkisstjórnin hefur gripið til aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og er hlutabótaleiðin á meðal aðgerða stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur höfðu gagnrýnt þau stöndugu fyrirtæki sem nýttu sér úrræðin harðlega. Síðast í dag sagði fjármálaráðherra aðgerðir þeirra rýting í samstöðuna sem verið væri að kalla eftir. Endurgreiðsla upp á 36 milljónir króna Stjórn Haga ákvað í dag að endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem féll til vegna starfsfólks dótturfyrirtækja Haga sem nýttu sér hlutabótaleiðina í aprílmánuði. Því starfsfólki verður sömuleiðis boðið að fara aftur í það starfshlutfall sem áður var. Endurgreiðslan nemur um 36 milljónum króna. „Mikil óvissa ríkti í verslun og þjóðfélaginu öllu þegar ákvörðun um að nýta hlutabótaleið ríkisstjórnar var tekin innan Haga, í þessu tilfelli Zöru, Útilíf og veitingasölu Olís. Var það gert til að forðast uppsagnir og viðhalda ráðningasambandi við starfsfólk eftir fremsta megni. Önnur dótturfyrirtæki Haga nýttu sér ekki þessa leið, t.a.m. Bónus, Hagkaup, vöruhúsin Aðföng og Bananar, lyfjaverslanir og framleiðslustöðvar. Ekki hefur þurft að grípa til uppsagna innan samstæðunnar vegna Covid 19,“ segir í tilkynningunni frá Högum. Finnur Árnason hefur verið forstjóri Haga undanfarin ár en nú tekur nafni hans Finnur Oddsson við starfinu.Vísir/Vilhelm „Á þessum tímapunkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem faraldurinn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en óttast var í upphafi. Nú telst því rétt að endurgreiða þá fjárhæð sem Vinnumálastofnun greiddi til starfsfólks Haga í aprílmánuði.“ Einnig tók stjórn Haga ákvörðun um að ljúka endurkaupaáætlun eigin hluta fyrr en áætlað var en áætlunin hefur verið í gildi frá 28. febrúar. Áætlað var að endurkaup myndu nema 500 milljónum króna að hámarki en félagið hefur þegar keypt eigin hluti skv. áætluninni að fjárhæð 450 milljónir króna. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Högum undanfarnar vikur. Forstjóraskipti hafa orðið og sömuleiðis er framkvæmdastjóri Bónuss hættur. Kostnaður við starfsflokin nemur yfir 300 milljónum króna. Segja ákvörðunina tekna með góðum hug Festi ætlar að hætta á hlutabótaleiðinni en þó ekki greiða peningana til baka. Í tilkynningu frá Festi segir að ákvörðun fyrirtækisins hafi verið tekin þegar fyrirtækin stóðu frammi fyrir mikilli rekstraróvissu. Forstjóri Festis segir lokun verslunar Elko á Keflavíkurflugvelli hafa meðal annars orðið til þess að ákveðið var að nýta sér úrræði stjórnvalda. Vísir/Vilhelm „Verslanir ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem og nokkrar þjónustustöðvar N1 urðu fyrir algjöru eða miklu tekjutapi og verulegum takmörkunum á starfsemi vegna áhrifa af COVID-19 og samkomubanns stjórnvalda. Hlutabótaleiðin var nýtt að hvatningu stjórnvalda í stað þess að grípa til uppsagna og vernda þannig ráðningarsamband við starfsfólk, enda er okkur umhugað um að vernda störf og halda því góða starfsfólki sem hjá okkur starfar.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki reikna með því að peningarnir yrðu endurgreiddir. Fjallað var um fyrirtækin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Eggert Þór. „Ákvörðunin var tekin með góðum hug og hvarflaði það ekki að okkur að hún myndi orka tvímælis enda fór fyrirtækið í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda,“ segir í tilkynningunni sem Eggert forstjóri er skrifaður fyrir. Festi vill árétta að síðan hlutabótaleiðin var kynnt sem úræði stjórnavalda að þá hefur félagið ekki greitt út arð eða keypt eigin hlutabréf. „Festi er stórt fyrirtæki sem hefur skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og ber mikla umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Það eru einkennilegir tímar sem við lifum núna og margt óvænt sem kemur upp í daglegum rekstri sem við lærum af. Festi hefur ákveðið frá og með deginum í dag að nýta ekki hlutabótaleiðina.“ Festi reiknar með rúmlega sjö milljarða króna hagnaði af árinu 2020. Þá var greiðslu arðs frestað fram á haust en arðgreiðslan til eigenda hljómaði upp á um 650 milljónir króna. Össur nýtti sér úrræðið eftir 1,2 milljarða arðgreiðslu Fyrirtækið Össur er einnig á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kom fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Festi ætlaði að endurgreiða peninga líkt og Hagar. Það var rangt. Fyrirtækið ætlar þó ekki að nýta sér hlutabótaleiðina lengur. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Forstjóri Festar áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. 7. maí 2020 20:21
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40
Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49