Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:40 Vafalítið verða margir Íselndingar sem leggja leið sína norðu í Mývatnssveit í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslendingum átján ára og eldri stendur til boða fljótlega að sækja stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands. 1,5 milljarður króna er til skiptana á milli Íslendinga átján ára og eldri. Miðað við fjölda Íslendinga á þessum aldri, um 283 þúsund skv. upplýsingum af vef Hagstofunnar, fær hver Íslendingur um 5300 krónur í sinn hlut. Þeir sem ekki ætla að njóta gjafarinnar geta gefið öðrum gjöfina. Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu og einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu. Verkefnahópur hefur unnið að útfærslu gjafabréfsins. Í honum sitja fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, verkefnastofu um Stafrænt Ísland, Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjafabréfið hefur hlotið heitið „Ferðagjöf“. Egilsstaðir hafa oftar en ekki verið í áskrift þegar kemur að sólskyni á sumrin. Vísir/Vilhelm Tillaga liggur nú fyrir um tæknilega útfærslu og er næsta skref að koma þeirri lausn í framkvæmd. Miðstöð verkefnisins verður vefurinn www.ferdalag.is sem hýsir hvatningarátak um ferðalög innanlands sem Ferðamálastofa annast. Þar verða hlekkir til að sækja Ferðagjöfina og vistast hún þá sem strikamerki í nýju smáforriti fyrir farsíma, sem einfalt verður að nota til greiðslu hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum sem skrá sig til þátttöku. Þeir sem vilja ekki hlaða slíku forriti niður, eða eiga ekki snjallsíma, munu geta greitt með kóða á netinu. Lausnin býður upp á þann möguleika að fyrirtæki og félög gefi sínar eigin ferðagjafir, sem bætist þá við inneign viðkomandi. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og ljóst er að boltum verður sparkað í Eyjum í sumar og margir munu prófa að spranga í fyrsta sinn.Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að skrá sig til þátttöku og geta þá samhliða kynnt tilboð sem þau kunna að vilja bjóða upp á til að höfða til neytenda. Vonir standa til að töluvert verði um slík tilboð sem þannig auki virði inneignanna. Framboð ferðaþjónustufyrirtækja verður sömuleiðis kynnt á vefnum www.ferdalag.is. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustutengdum rekstri geta skráð sig til þátttöku, þ.m.t. hótel og gistiheimili, afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur og veitingastaðir. Miðað verður við atvinnugreinaflokkun fyrirtækja og eftir atvikum rekstrarleyfi. Nákvæmari útfærsla á því verður kynnt þegar þar að kemur. Allir einstaklingar með íslenksa kennitölu fæddir 2002 og fyrr fá göfina. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sjá ekki fram á að nýta sér gjöfina geti flutt hana yfir til annars einstaklings. Stefnt er að því að Ferðagjöfin verði tilbúin til afhendingar fyrstu vikuna í júní.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira