Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 12:41 Formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra tókust á um hvernig ætti að koma Icelandair til aðstoðar á Alþingi í morgun. vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44