Orkumál

Fréttamynd

Eining um að fækka dælunum

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær meginlínur og samningsmarkmið í viðræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.

Innlent
Fréttamynd

Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð

Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann.

Innlent
Fréttamynd

Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga

Meira en þriðjungur almennings veit ekki hvort hann er hlynntur eða andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Ráðherra orkumála segir kappkostað að koma upplýsingum á framfæri.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans

Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Már segir aðalatriðið vegna þriðja orkupakkans að reglugerð um ACER öðlast ekki lagagildi

Sú leið sem íslenska ríkið ætlar að fara við staðfestingu reglugerða þriðja orkupakkans er líklega án fordæma. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að það skipti ekki máli því reglugerð um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) mun ekki taka gildi á Íslandi nema lagður verði sæstrengur og fram fari ný endurskoðun síðar á því hvort reglurnar samrýmist stjórnarskránni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja alla vindorku í umhverfismat

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn Flokks fólksins, vilja að öll raforkuframleiðsla með 2 MW uppsett afl eða meira verði skyldug til að undirgangast umhverfismat.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar

Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann.

Innlent
Fréttamynd

Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að skipa fyrir um lagningu sæstrengs

Formaður utanríkismálanefndar segir að skýr svör hafi fengist á fundi nefndarinnar í gær við ýmsum rangfærslum sem uppi hafi verið í umræðunni um þriðja orkupakkann. Fulltrúi Miðflokksins vill leita undanþágu frá innleiðingu reglugerðar um Samstarfsstofnun eftirlitsstofnana á raforkumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu

RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingafjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu.

Innlent