Alþjóðaorkumálastofnunin: Hætta þarf fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti strax Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 13:34 Frá Garzweiler-kolanámunni við Jackerath í Þýskalandi. Hætta verður allri fjárfestingu í jarðefnaeldsneyti ætli menn sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. AP/Martin Meissner Hægt er að feta þröngt einstigi til að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um hnattræna hlýnun en til þess verður að hætta strax fjárfestingum í nýjum kolanámum og olíu- og gaslindum í heiminum. Umbylta þarf orkukerfi heimsins og skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um hvað þarf að gerast í orkugeiranum til þess að mannkynið nái kolefnishlutleysi fyrir miðjan þessa öld og halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Í skýrslunni eru lögð fram fjögur hundruð skref sem varða leiðina að því að umbylta orkugeiranum. Fyrir utan að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti er þar lagt til að sölu á bílum með sprengihreyfilvélum verði hætt fyrir 2035 og að hlutur sólar- og vindorku fjórfaldist frá metárinu í fyrra fyrir árið 2030, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050 eða fyrr sem mörg ríki heims hafa sett sér, þar á meðal Ísland, þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að taka fram úr kolaorku strax árið 2026, sigla fram úr olíu og gasi fyrir 2030 og árið 2050 þurfa endurnýjanlegir orkugjafar að framleiða tvo þriðju hluta allrar orku í heiminum og 90% raforkunnar, að því er segir í umfjöllun Carbon Brief um skýrsluna. Laura Cozzi, einn skýrsluhöfundanna, segir að ekki þurfi aðeins að stórauka framleiðslugetu endurnýjanlegra orkugjafa og sölu á rafbílum heldur þurfi einnig að auka orkunýtni verulega næsta áratuginn. Byggja þurfi upp raforkukerfi og hleðslustöðvar fyrir rafbíla til þess að hægt verði að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Margir viðbótarkostir við að hverfa frá jarðefnaeldsneyti Fyrir utan að forða hörmungum vegna áframhaldandi loftslagsbreytinga gera skýrsluhöfundar stofnunarinnar ráð fyrir því að aðgerðir til að rjúfa fíkn mannkynsins í jarðefnaeldsneyti hafi mikla kosti í för með sér. Kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina muni auka heimsframleiðslu, skapa milljónir starfa, sjá heimsbyggðinni fyrir raforku fyrir árið 2030 og koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna loftmengunar. Spár Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sjálfrar bendir ekki til þess að mannkynið sé á réttir leið til þess að ná kolefnishlutleysi og metnaðarfyllra markmiðinu sem samið var um í París. Hún gerir ráð fyrir því að aukningin á losun á gróðurhúsalofttegundum í ár eftir tímabundinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum verði sú næstmesta í áratug. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en 1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óbreytt gæti hlýnun náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgdi hækkun yfirborðs sjávar, stækari hitabylgjur, skæðari þurrkar, ákafari úrkoma og vaxandi veðuröfgar sem ógna bæði lífríki jarðar og samfélagi manna.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira