Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:57 Frá Rotterdam-höfn, stærstu umskipunarhöfn í Evrópu. Yfirvöld þar stefni að því að hún verði aðalinnflutningshöfn fyrir vetni í álfunni. Vísir/Getty Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44