Orkumál

Fréttamynd

Við­gerð lokið og raf­magn aftur á í Vík

Aðgerðum og viðgerð á streng frá Holti að Vík í Mýrdal er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi. Sérfræðingur hjá RARIK segir tímann og náttúruna verða að leiða í ljós hversu vel ný rör haldi strengnum. 

Innlent
Fréttamynd

Telja sólar­orku ekki vera auð­lind

Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum.

Innlent
Fréttamynd

Gera kröfu um að vara­afls­stöðin verði á­fram í Vík

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. 

Innlent
Fréttamynd

Getur raf­magnið lært af símanum?

Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­mál eru orku­mál

Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu.

Skoðun
Fréttamynd

Köld eru kvenna­ráð – eða hvað?

Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Jarðvarmi í þágu sam­fé­lagsins: Orkan sem heldur Ís­landi heitu

Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur­kalla átta frið­lýsingar

Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Orku­veitan kanni leiðir til að endur­skil­greina Hengilinn í nýtingar­flokk

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið fram á að gert verði lögfræðiálit í því skyni að kanna hvað leiðir séu í boði til að endurskilgreina Hengilsvæðið í nýtingarflokk, eins og meðal annars Bitru sem nú er í verndarflokki, og segir að hundruð megavatta liggi þar núna „ónýtt í jörðu.“ Þá hefur stjórn Orkuveitunnar samþykkt að framlengja sjö milljarða skammtímalánasamning við dótturfélagið Carbfix til ársloka 2025 en einkaviðræður standa nú yfir við fjárfesti um að koma að verkefninu og leggja því til fjármagn.

Innherji
Fréttamynd

„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“

„Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ 

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir fjár­festar buðu fúlgur fjár

Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir.  Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina.

Innlent
Fréttamynd

Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna!

Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­veru­leg vísindi, skyn­semi og rök­hugsun

Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurgreiðum raf­orku til grænmetisræktar

Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Skil­virkari og ein­faldari stjórn­sýsla í þágu al­mennings

Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst

Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja í­búa Suður­nesja til að spara heita vatnið

HS Orka biður viðskiptavini sína á Suðurnesjum um að vera undir það búin að eldgosið við Grindavík gæti haft áhrif á afhendingu á heitu vatni. Íbúar eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og halda varma inn í húsum með því að hafa glugga lokaða.

Innlent