Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2025 13:20 Gestur Pétursson er forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar sem yfirfer nú rannsóknargögn frá því síðast var leitað að olíu á Drekasvæðinu. Veitur/Getty Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira