Efast um að olíuleit beri árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 20:07 Jessica Poteet er jarðfræðingur. Sýn Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“ Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“
Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira