Stóriðja

Fréttamynd

Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni

Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir

Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Innherji
Fréttamynd

Há verð og stöðugur rekstur skiluðu Elkem metafkomu í fyrra

Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hagnaðist um 458 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er langbesta rekstrarniðurstaða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi.

Innherji
Fréttamynd

Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira.

Innlent
Fréttamynd

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundar­tanga

Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Innlent
Fréttamynd

Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum

Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna.

Innherji
Fréttamynd

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Það er alltaf hægt að gera (eitt­hvað) betur

Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn.

Skoðun
Fréttamynd

Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu

Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ál- og gasverð í hæstu hæðum

Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Innlent
Fréttamynd

„Íbúar eru foxillir“

Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagið og dreifbýlið

Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax.

Skoðun