Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:40 Rekstur kísilversins verður stöðvaður í júlí. VÍSIR/VILHELM PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21