Lögreglumál Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi. Innlent 28.7.2022 13:36 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Innlent 28.7.2022 11:34 Sérsveitin handtók fólk í strætisvagni Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði för strætisvagns við Háskóla Íslands í dag. Fólk sem grunað er um líkamsárás var handtekið í vagninum. Innlent 27.7.2022 16:48 Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21 Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Innlent 27.7.2022 13:40 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 27.7.2022 12:18 Ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna stunguárásar við Prikið Mál nítján ára karlmanns verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa stungið mann á þrítugsaldri fyrir framan skemmtistaðinn Prikið í apríl síðastliðnum. Innlent 27.7.2022 10:48 Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Innlent 26.7.2022 20:46 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. Innlent 26.7.2022 06:35 Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. Innlent 25.7.2022 22:08 Lést í Brúará við að bjarga syni sínum Karlmaður sem lést eftir að hafa fallið í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær var kanadískur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum. Straumurinn í ánni bar manninn burt eftir að hann hafði komið syni sínum, sem fallið hafði í ána, til bjargar. Innlent 25.7.2022 12:51 Sérsveitin kölluð út vegna ógnandi manns með hníf Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Rauðarárstíg nærri Hlemmi í gærkvöldi vegna manns sem ógnaði fólki við torgið með hnífi. Innlent 24.7.2022 13:01 Barnið sem féll út um glugga er eins og hálfs árs Barnið sem féll út um glugga á fjölbýlishúsi í gær er eins og hálfs árs. Barnið féll út um opinn glugga á fjórðu hæð hússins fimmtán metra niður. Innlent 24.7.2022 10:57 Mikið um slagsmál í nótt Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum. Innlent 24.7.2022 07:23 Barn féll fimmtán metra út um glugga á fjölbýlishúsi Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar. Innlent 23.7.2022 21:51 Ökumaðurinn lést í slysinu við Hvalfjarðargöng Karlmaður lést í bílslysi sem varð fyrir utan Hvalfjarðargöng um hálf átta í gærkvöldi. Að sögn vitna keyrði maðurinn á ofsahraða út af vegi og kastaðist úr bílnum. Innlent 23.7.2022 11:16 Alvarlegt umferðarslys við Hvalfjarðargöng Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið. Innlent 23.7.2022 09:32 Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 23.7.2022 08:20 Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Innlent 21.7.2022 06:31 Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Innlent 20.7.2022 11:53 Handtekinn eftir árekstur og misheppnaða flóttatilraun Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur. Innlent 18.7.2022 14:36 Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum. Innlent 18.7.2022 06:33 Modestas Antanavicius er fundinn Modestas er fundinn heill á húfi og þakkar lögreglan þeim sem tóku þátt í leitinni og veittu ábendingar. Innlent 18.7.2022 00:03 Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. Innlent 17.7.2022 08:32 Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. Innlent 15.7.2022 06:53 Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31 Kýldi vagnstjóra í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109. Innlent 14.7.2022 06:54 Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Innlent 13.7.2022 13:46 Hópárás og árás með glasi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka. Innlent 13.7.2022 06:26 « ‹ 104 105 106 107 108 109 110 111 112 … 275 ›
Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi. Innlent 28.7.2022 13:36
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Innlent 28.7.2022 11:34
Sérsveitin handtók fólk í strætisvagni Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði för strætisvagns við Háskóla Íslands í dag. Fólk sem grunað er um líkamsárás var handtekið í vagninum. Innlent 27.7.2022 16:48
Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21
Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Innlent 27.7.2022 13:40
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 27.7.2022 12:18
Ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna stunguárásar við Prikið Mál nítján ára karlmanns verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa stungið mann á þrítugsaldri fyrir framan skemmtistaðinn Prikið í apríl síðastliðnum. Innlent 27.7.2022 10:48
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Innlent 26.7.2022 20:46
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. Innlent 26.7.2022 06:35
Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. Innlent 25.7.2022 22:08
Lést í Brúará við að bjarga syni sínum Karlmaður sem lést eftir að hafa fallið í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær var kanadískur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum. Straumurinn í ánni bar manninn burt eftir að hann hafði komið syni sínum, sem fallið hafði í ána, til bjargar. Innlent 25.7.2022 12:51
Sérsveitin kölluð út vegna ógnandi manns með hníf Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Rauðarárstíg nærri Hlemmi í gærkvöldi vegna manns sem ógnaði fólki við torgið með hnífi. Innlent 24.7.2022 13:01
Barnið sem féll út um glugga er eins og hálfs árs Barnið sem féll út um glugga á fjölbýlishúsi í gær er eins og hálfs árs. Barnið féll út um opinn glugga á fjórðu hæð hússins fimmtán metra niður. Innlent 24.7.2022 10:57
Mikið um slagsmál í nótt Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum. Innlent 24.7.2022 07:23
Barn féll fimmtán metra út um glugga á fjölbýlishúsi Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar. Innlent 23.7.2022 21:51
Ökumaðurinn lést í slysinu við Hvalfjarðargöng Karlmaður lést í bílslysi sem varð fyrir utan Hvalfjarðargöng um hálf átta í gærkvöldi. Að sögn vitna keyrði maðurinn á ofsahraða út af vegi og kastaðist úr bílnum. Innlent 23.7.2022 11:16
Alvarlegt umferðarslys við Hvalfjarðargöng Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið. Innlent 23.7.2022 09:32
Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 23.7.2022 08:20
Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Innlent 21.7.2022 06:31
Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Innlent 20.7.2022 11:53
Handtekinn eftir árekstur og misheppnaða flóttatilraun Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur. Innlent 18.7.2022 14:36
Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum. Innlent 18.7.2022 06:33
Modestas Antanavicius er fundinn Modestas er fundinn heill á húfi og þakkar lögreglan þeim sem tóku þátt í leitinni og veittu ábendingar. Innlent 18.7.2022 00:03
Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. Innlent 17.7.2022 08:32
Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. Innlent 15.7.2022 06:53
Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 14.7.2022 17:31
Kýldi vagnstjóra í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109. Innlent 14.7.2022 06:54
Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Innlent 13.7.2022 13:46
Hópárás og árás með glasi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka. Innlent 13.7.2022 06:26