Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 16:47 Natalia Kaluzova, kona Dominik Greif, og fyrirsætan Cristina Palavra urðu fyrir áreitni á leik Mallorca og Real Madrid í Sádi-Arabíu. Instagram/@natalili.k/@tupalavra Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00
Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32