Bönkuðu upp á þegar unglingsdóttirin var ein heima og þóttust þekkja móðurina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. ágúst 2022 11:19 Arna hefur gert lögreglu viðvart um málið. Samsett Íbúi í Rimahverfi lýsir óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi. Uppfært: Guðrún Ó Axelsdóttir og Sólbjörg Laufey Vigfúsdóttir hafa stigið fram og greint frá misskilningi sem greinilega hafi orðið. Þær hafi bankað upp á í röngu húsi á leið í grillveislu til vinkvenna sinna sem átti heima í húsinu við hliðina. Þær hafi ekki tekið myndir og beðið ungu stúlkuna innilegrar afsökunar. Arna Hrönn Ágústsdóttir býr í Rimahverfinu í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Síðastliðið laugardagskvöld var fjórtán ára dóttir hennar ein heima ásamt vinkonu, þegar tvær konur bönkuðu upp á og spurðu eftir Örnu. „Þær nafngreina mig og segjast vera að koma að hitta mig, tala pínu bjagaða íslensku þannig að hún skilur ekki alveg. Þær segjast ætla að taka einhverjar myndir og eru með bjór í poka, eins og þær séu að mæta í partí. Dóttir mín hleypir þeim inn í forstofu á meðan hún hringir í mig til að sjá hvort ég eigi von á einhverjum,“ segir Arna í samtali við fréttastofu. Arna hafi þá sagt dóttur sinni að hún ætti ekki von á neinum. Þá hafi dóttirin sagt konunum, sem þá voru komnar út á pall, að móðir hennar kannaðist ekki við að neinn ætlaði að koma að taka myndir. „En þær voru þá komnar út á pall og farnar að taka myndir af grindverkinu þar, eins og þær ætli að sjá hvar er hægt að komast inn. Þær segja dóttur minni að þær séu þá líklega í röngu húsi, þakka henni fyrir að sýna sér húsið, og segja að það sé flott, á sama tíma og þær líta mikið í kringum sig og mæla allt út,“ segir Arna, sem er þegar búin að gera lögreglunni viðvart um málið. Spurðu eftir húsráðanda með nafni en sögðust svo í röngu húsi Arna sagði frá málinu í Facebook-hópi íbúa Rimahverfisins, og barst þá fljótlega ábending um sams konar mál sem átti sér stað í Foldahverfi fyrir nokkrum vikum. „Þar bankaði upp á kona sem sagðist ætla að fá að taka myndband. Foreldrarnir voru erlendis en unglingurinn sem var heima hleypti henni ekki inn. Þessar konur eru mjög almennilegar og alls ekki ógnandi, dóttir mín sagði að það væri bara eins og þær væru að mæta í partí með bjór í poka. Hún hélt eflaust fyrst að ég ætti von á heimsókn.“ Arna telur ljóst að konurnar hafi fylgst vel með og ákveðið að mæta á svæðið þegar enginn fullorðinn var heima. „Vegna þess að stuttu áður kem ég heim, hleyp inn og næ í eitthvað, en hleyp svo aftur út. Skömmu síðar eru þær mættar,“ segir Arna. Henni þykir þá grunsamlegt að konurnar hafi, þegar þeim var bent á að enginn heimilismanna ætti von á þeim, sagst líklega vera í röngu húsi, þar sem þær spurðu sérstaklega eftir Örnu eftir að hafa barið að dyrum. Óþægilegt í alla staði Málið hefur vakið óhug hjá fjölskyldunni, að sögn Örnu. „Þetta er mjög óþægilegt. Krakkarnir eru stressaðir og nú ætlum við bara að fá okkur myndavélakerfi. Húsið er reyndar sjaldan tómt, því maðurinn minn vinnur heima. En þegar maður fer í ferðalög og annað þá er ekki þægilegt að skilja við tómt hús eftir svona.“ Aðferðafræðin sé ekki síður skuggaleg. „Þær vissu hvað ég heiti. Ég er er ekki með heimilið mitt skráð í símaskránni og við erum ekki með nöfnin okkar á húsinu, en það er engin tilviljun að þær hafi vitað hvað ég heiti. Maður er ekkert alveg rólegur.“ Örnu finnst þá undarlegt að mögulegir innbrotsþjófar myndu mæla út hús á þessum slóðum. „Þetta er raðhúsalengja og allt mjög þétt hérna, þannig að það er nóg af vitnum ef eitthvað gerist. Besta vörnin við svona er auðvitað nágrannavarsla,“ segir Arna. Ólíklegt að konurnar sjálfar sjái um innbrotin Arna er í engum vafa um að um lið í skipulagðri brotastarfsemi sé að ræða. „Ég hef heyrt af því að það sé eitthvað svoleiðis í gangi. Ég held að það séu ekki þessar konur sem eru að brjótast inn,“ segir Arna og vísar til þess að konurnar hafi líklega verið að safna upplýsingum um hvar væri best að komast að húsinu og inn í það. „Vinkona stelpunnar minnar sagði að þær hefðu mikið verið að horfa í kringum sig, og taka út húsið, að því er virðist í leit að verðmætum.“ Þó lögreglunni hafi verið gert viðvart eru upplýsingarnar sem hún getur byggt á af skornum skammti, þar sem nokkuð kom á dóttur Örnu og vinkonu hennar við uppákomuna. „Þær voru of stressaðar til að taka niður bílnúmer, eða taka mynd af bílnum,“ segir Arna, sem hvetur fólk til þess að vera vel á varðbergi og hleypa ókunnugu fólki í grunsamlegum erindagjörðum ekki inn fyrir hússins dyr. Fólk ræði við börn sín Í samtali við fréttastofu sagðist Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Vínlandsleið, ekki hafa heyrt af málum líku því sem hér er til umfjöllunar. „Það er auðvitað af og til verið að tilkynna grunsamlegar mannaferðir, þar sem fólk er að taka myndir af húsum eða annað,“ segir Valgarður. Hann segir að slík mál séu meðhöndluð eftir atvikum. Til að mynda sé kannað hvort bílnúmer þeirra sem eiga í hlut tengist öðrum málum hjá lögreglu, en oft sé lítið hægt að gera þegar fólk keyrir grunsamlega um íbúagötur eða gengur um hverfin. Það sé ekki hans tilfinning að tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir sé að fjölga. „En þetta sem þú lýsir það er nú svolítið bíræfið. Við brýnum bara fyrir fólki, og hvetjum fólk til að brýna fyrir börnum sínum, að hleypa ókunnugu fólki ekki inn á gólf til sín,“ segir Valgarður. Fréttin hefur verið uppfærð Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Uppfært: Guðrún Ó Axelsdóttir og Sólbjörg Laufey Vigfúsdóttir hafa stigið fram og greint frá misskilningi sem greinilega hafi orðið. Þær hafi bankað upp á í röngu húsi á leið í grillveislu til vinkvenna sinna sem átti heima í húsinu við hliðina. Þær hafi ekki tekið myndir og beðið ungu stúlkuna innilegrar afsökunar. Arna Hrönn Ágústsdóttir býr í Rimahverfinu í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Síðastliðið laugardagskvöld var fjórtán ára dóttir hennar ein heima ásamt vinkonu, þegar tvær konur bönkuðu upp á og spurðu eftir Örnu. „Þær nafngreina mig og segjast vera að koma að hitta mig, tala pínu bjagaða íslensku þannig að hún skilur ekki alveg. Þær segjast ætla að taka einhverjar myndir og eru með bjór í poka, eins og þær séu að mæta í partí. Dóttir mín hleypir þeim inn í forstofu á meðan hún hringir í mig til að sjá hvort ég eigi von á einhverjum,“ segir Arna í samtali við fréttastofu. Arna hafi þá sagt dóttur sinni að hún ætti ekki von á neinum. Þá hafi dóttirin sagt konunum, sem þá voru komnar út á pall, að móðir hennar kannaðist ekki við að neinn ætlaði að koma að taka myndir. „En þær voru þá komnar út á pall og farnar að taka myndir af grindverkinu þar, eins og þær ætli að sjá hvar er hægt að komast inn. Þær segja dóttur minni að þær séu þá líklega í röngu húsi, þakka henni fyrir að sýna sér húsið, og segja að það sé flott, á sama tíma og þær líta mikið í kringum sig og mæla allt út,“ segir Arna, sem er þegar búin að gera lögreglunni viðvart um málið. Spurðu eftir húsráðanda með nafni en sögðust svo í röngu húsi Arna sagði frá málinu í Facebook-hópi íbúa Rimahverfisins, og barst þá fljótlega ábending um sams konar mál sem átti sér stað í Foldahverfi fyrir nokkrum vikum. „Þar bankaði upp á kona sem sagðist ætla að fá að taka myndband. Foreldrarnir voru erlendis en unglingurinn sem var heima hleypti henni ekki inn. Þessar konur eru mjög almennilegar og alls ekki ógnandi, dóttir mín sagði að það væri bara eins og þær væru að mæta í partí með bjór í poka. Hún hélt eflaust fyrst að ég ætti von á heimsókn.“ Arna telur ljóst að konurnar hafi fylgst vel með og ákveðið að mæta á svæðið þegar enginn fullorðinn var heima. „Vegna þess að stuttu áður kem ég heim, hleyp inn og næ í eitthvað, en hleyp svo aftur út. Skömmu síðar eru þær mættar,“ segir Arna. Henni þykir þá grunsamlegt að konurnar hafi, þegar þeim var bent á að enginn heimilismanna ætti von á þeim, sagst líklega vera í röngu húsi, þar sem þær spurðu sérstaklega eftir Örnu eftir að hafa barið að dyrum. Óþægilegt í alla staði Málið hefur vakið óhug hjá fjölskyldunni, að sögn Örnu. „Þetta er mjög óþægilegt. Krakkarnir eru stressaðir og nú ætlum við bara að fá okkur myndavélakerfi. Húsið er reyndar sjaldan tómt, því maðurinn minn vinnur heima. En þegar maður fer í ferðalög og annað þá er ekki þægilegt að skilja við tómt hús eftir svona.“ Aðferðafræðin sé ekki síður skuggaleg. „Þær vissu hvað ég heiti. Ég er er ekki með heimilið mitt skráð í símaskránni og við erum ekki með nöfnin okkar á húsinu, en það er engin tilviljun að þær hafi vitað hvað ég heiti. Maður er ekkert alveg rólegur.“ Örnu finnst þá undarlegt að mögulegir innbrotsþjófar myndu mæla út hús á þessum slóðum. „Þetta er raðhúsalengja og allt mjög þétt hérna, þannig að það er nóg af vitnum ef eitthvað gerist. Besta vörnin við svona er auðvitað nágrannavarsla,“ segir Arna. Ólíklegt að konurnar sjálfar sjái um innbrotin Arna er í engum vafa um að um lið í skipulagðri brotastarfsemi sé að ræða. „Ég hef heyrt af því að það sé eitthvað svoleiðis í gangi. Ég held að það séu ekki þessar konur sem eru að brjótast inn,“ segir Arna og vísar til þess að konurnar hafi líklega verið að safna upplýsingum um hvar væri best að komast að húsinu og inn í það. „Vinkona stelpunnar minnar sagði að þær hefðu mikið verið að horfa í kringum sig, og taka út húsið, að því er virðist í leit að verðmætum.“ Þó lögreglunni hafi verið gert viðvart eru upplýsingarnar sem hún getur byggt á af skornum skammti, þar sem nokkuð kom á dóttur Örnu og vinkonu hennar við uppákomuna. „Þær voru of stressaðar til að taka niður bílnúmer, eða taka mynd af bílnum,“ segir Arna, sem hvetur fólk til þess að vera vel á varðbergi og hleypa ókunnugu fólki í grunsamlegum erindagjörðum ekki inn fyrir hússins dyr. Fólk ræði við börn sín Í samtali við fréttastofu sagðist Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Vínlandsleið, ekki hafa heyrt af málum líku því sem hér er til umfjöllunar. „Það er auðvitað af og til verið að tilkynna grunsamlegar mannaferðir, þar sem fólk er að taka myndir af húsum eða annað,“ segir Valgarður. Hann segir að slík mál séu meðhöndluð eftir atvikum. Til að mynda sé kannað hvort bílnúmer þeirra sem eiga í hlut tengist öðrum málum hjá lögreglu, en oft sé lítið hægt að gera þegar fólk keyrir grunsamlega um íbúagötur eða gengur um hverfin. Það sé ekki hans tilfinning að tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir sé að fjölga. „En þetta sem þú lýsir það er nú svolítið bíræfið. Við brýnum bara fyrir fólki, og hvetjum fólk til að brýna fyrir börnum sínum, að hleypa ókunnugu fólki ekki inn á gólf til sín,“ segir Valgarður. Fréttin hefur verið uppfærð
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira