Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 16:58 Þeim hjónum Guðrúnu Ó og Sólbjörgu Laufey, þykir misskilningurinn bæði kómískur og alvarlegur í senn. Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær. „Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira