Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00