Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Í kærunni segir að annar sjúklingur á deildinni hafi ráðist tvívegis á Hrafn með stuttu millibili og meðal annars veitt honum áverka á höfði. Hann hafi þá rotast og orðið fyrir miklu áfalli í tengslum við þennan atburð. Hrafn fer fram á að lögregla rannsaki málið en óskar þess sérstaklega að rannsókninni verði ekki beint að þeim sem réðst að honum enda sé hann ósakhæfur. Vonar að stjórnendur spítalans verði næst boðaðir til yfirheyrslu Einnig fer Hrafn fram á að rannsókninni verði ekki beint að þeim almennu starfsmönnum deildarinnar sem voru að störfum þegar atvikin áttu sér stað þar sem hann telji aðbúnað, öryggi og mönnun hafa verið ófullnægjandi á deildinni. Að mati Hrafns bera stjórnendur ábyrgð á því og almennum starfsmönnum ekki kennt um. Hrafn staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi nýlega veitt lögreglu skýrslu vegna málsins. „Þannig að ég ætlast til þess að lögreglan sé að rannsaka þetta mál af einurð og festu, það má engan tíma missa. Ég vænti þess að heyra í þeim aftur fljótlega og ég vona að næst verði stjórnendur Landspítalans yfirheyrðir.“ Skilur ekki hvers vegna ekki var komið í veg fyrir seinni árásina Í kærunni kemur fram að Hrafn hafi á þessum tíma sætt nauðungarvistun á grundvelli lögræðislaga og hafi talið mikilvægt að stjórnendur spítalans tækju allar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Það hafi verið brýnt því aðrir sjúklingar sem hann hafi verið vistaður með hafi einnig sætt nauðungarvistun og sumir hverjir væntanlega á þeirri forsendu að þeir kynnu að reynast öðrum mönnum hættulegir. „Þetta hafi stjórnendum spítalans verið kunnugt en samt hafi þeir með öllu vanrækt að setja viðhlítandi öryggisreglur um starfsemi deildarinnar og/eða tryggt að þeim væri fylgt eftir með nægjanlegum fjölda öryggisvarða og skipulögðum vinnubrögðum,“ segir í kærunni til lögreglu. Ekki síst hafi þetta átt við eftir fyrri árásina og þykir Hrafni óskiljanlegt að ekki hafi tekist að afstýra þeirri seinni. Telur hann meinta vanrækslu stjórnenda spítalans í þessum efnum kunna að vera stórfellda og refsiverða. Fjallað var um það í gær að Hrafn hafi höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka og nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna.
Heilbrigðismál Lögreglumál Landspítalinn Tengdar fréttir Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00