Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Sevilla vill ekki spila á skírdag

Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham mætir Evrópumeisturunum

Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Tottenham mætir Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar fá erfitt verkefni þegar þeir mæta Werder Bremen.

Fótbolti
Fréttamynd

Frækinn sigur AZ á Newcastle

AZ Alkmaar vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Newcastle í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og sendu þar með enska liðið úr keppni þrátt fyrir 4-2 tap í fyrri leiknum á Englandi. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í vörninni hjá hollenska liðinu sem er greinilega til alls líklegt í keppninni. Shota Arveladze og Danny Koevermans skoruðu mörk AZ í kvöld, en liðið hefði vel geta unnið stærri sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham í 8-liða úrslit

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham í góðum málum

Tottenham hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Braga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur enska liðið haft algjöra yfirburði og er yfir 5-3 samanlagt. Sjálfsmark Tom Huddlestone kom Braga yfir en hinn magnaði Dimitar Berbatov hefur síðan skorað tvö lagleg mörk og komið Tottenham yfir.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld

Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal

Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark

Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik

Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle að sundurspila AZ Alkmaar

Newcastle er komið í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Newcastle fara á kostum í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Grétar Rafn Steinsson skoraði sjálfsmark eftir 8 mínútur og þeir Kieron Dyer og Obafemi Martins skoruðu svo annað og þriðja markið með stuttu millibili.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn skoraði sjálfsmark

Það er ekki hægt að segja að Grétar Rafn Steinsson byrji vel með AZ Alkmaar í leiknum gegn Newcastle í Evrópukeppni félagsliða sem sýndur er beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Grétar skoraði sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins og því hefur enska liðið fengið draumabyrjun.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn í byrjunarliði AZ gegn Newcastle

Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði AZ Alkmaar á ný þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Grétar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla þegar það mætti Utrecht um helgina, en er nú klár í slaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle í 16-liða úrslit

Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Blackburn úr leik í Evrópukeppninni

Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust á Ewood Park í hálfleik

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle í góðri stöðu

Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Bremen

Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ.

Fótbolti
Fréttamynd

Leverkusen lagði Blackburn

Þýska liðið Bayern Leverkusen lagði enska liðið Blackburn 3-2 í fjörugum leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Ramelöw, Callsen-Bracker og Schneider skoruðu mörk heimamanna en þeir Bentley og Nonda skoruðu fyrir enska liðið, sem er í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham fer beint í 16-liða úrslit

Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu staðfest að Tottenham muni sitja hjá í 32-liða úrslitum UEFA keppninnar eftir að hollenska liðinu Feyenoord var vísað úr keppni vegna óláta stuðningsmanna liðsins fyrr í keppninni. Svo gæti farið að niðurstöðunni verði áfrýjað, en Tottenham mætir að öllu óbreyttu Braga eða Parma í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Feyenoord vísað úr Evrópukepninni

Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum?

Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham mætir Feyenoord

Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Enska liðið Tottenham mætir hollenska liðinu Feyenoord í næstu umferð, en þessi lið léku til úrslita í keppninni árið 1974 og þá hafði hollenska liðið betur. Leikið verður heima og úti og leikirnir verða háðir 14. og 22. febrúar. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu saman.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Tottenham

Tottenham tryggði sér í kvöld efsta sætið í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið vann auðveldan sigur á Dinamo Búkarest frá Rúmeníu 3-1. Jermain Defoe skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og Dimitar Berbatov eitt, en gestirnir náðu að minnka muninn í lokin þó leikurinn hafi verið eign heimamanna frá fyrstu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham - Dinamo Búkarest í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Tottenham og Dinamo Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefst útsending klukkan 19:40. Tottenham nægir jafntefli á heimavelli sínum til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og losnar þar með við að mæta liði sem féll úr riðlakeppni Meistaradeildar í 32-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle tryggði sér toppsætið

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle tryggði sér í kvöld toppsætið í H-riðli í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt á útivelli. Þetta var síðasti leikur liðsins í riðlinum, en Newcastle hefur gengið ágætlega í Evrópukeppninni til þessa líkt og hinum ensku liðunum sem leika í sömu keppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn skoraði mark

Grétar Rafn Steinsson skoraði annað mark hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með því að gera 2-2 jafntefli við Liberec frá Tékklandi. Jóhannes Karl Guðjónsson var einnig í liði Alkmaar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle og Blackburn áfram

Ensku úrvalsdeildarliðin Newcastle og Blackburn tryggðu sér bæði sæti í 32-liða úrslitum Evrópumóts félagsliða í kvöld. Newcastle sigraði spænska liðið Celta Vigo 2-1 á heimavelli með mörkum Antoine Sibierski og Steven Taylor eftir að spænska liðið hafði náð forystu í leiknum. Blackburn gerði markalaust jafntefli við hollenska liðið Feyenoord á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham með fullt hús stiga

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða eftir góðan 1-0 útisigur á Bayer Leverkusen í kvöld og er liðið fyrir vikið öruggt með sæti í 32-liða úrslitum. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Dimitar Berbatov, sem gerði sigurmark enska liðsins í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra og fóru þeir Robbie Keane og Berbatov til að mynda oftar en einu sinni mjög illa með dauðafæri.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham leiðir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti