Fótbolti

Stórsigur Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joseph Yobo fagnar marki sínu í kvöld.
Joseph Yobo fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Everton vann í kvöld 4-0 sigur á AEK frá Aþenu í Evrópudeildinni í knattspyrnu á heimavelli í kvöld.

Varnarmennirnir Joseph Yobo og Sylvain Distin skoruðu fyrstu mörk Everton strax á fyrsta stundarfjórðungnum. Steven Pienaar kom svo Everton í 3-0 með glæsilegu skoti undir lok fyrri hálfleiksins.

Það var svo Brasilíumaðurinn Jo sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 82. mínútu.

Það bar þó skugga á leikinn að Louis Saha fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir að dangla höndinni í andlit leikmanns AEK.

Þá vann hollenska liðið Twente góðan 2-1 sigur á Fenerbahce í Tyklandi en Blaise N'Kufo skoraði bæði mörk Twente undir lok síðari hálfleiksins.

Nilmar skoraði eina mark Villarreal gegn Levski Sofia á heimavelli í kvöld en óvæntustu úrslit kvöldsins voru væntanlega þau að Lazio lá á heimavelli gegn Salzburg frá Austurríki.

Pasquale Foggia kom Lazio yfir á 59. mínútu en Franz Scheimer jafnaði metin á 81. mínútu. Marc Janko skoraði svo sigurmark Salzburg á lokamínútu leiksins.

Úrslitin:

Villarreal - Levski Sofia 1-0

Lazio - Red Bull Salzburg 1-2

Fenerbahce - Twente 1-2

Steaua Búkarest - Sheriff Tiraspol 0-0

Everton - AEK Aþena 4-0

Benfica - BATE Borisov 2-0

Brügge - Shakhtar Donetsk 1-4

Partizan Belgrad - Toulouse 2-3

Sparta Prag - PSV Eindhoven 2-2

CFR Cluj - FC Kaupmannahöfn 2-0

Nacional Funchal - Werder Bremen 2-3

Athletic Bilbao - Austria Wien 3-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×