Bandaríkin Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Erlent 2.5.2022 18:00 Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. Lífið 2.5.2022 07:00 Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Erlent 1.5.2022 08:30 Naomi Judd látin Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Lífið 30.4.2022 21:41 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.4.2022 19:21 Kókaínsmyglhneyksli forsætisráðherrans skekur Bresku jómfrúareyjarnar Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um aðild að kókaíninnflutningi og peningaþvætti. Erlent 28.4.2022 23:08 Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19 Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020. Erlent 26.4.2022 22:49 Fyrrverandi saxófónleikari Earth, Wind & Fire látinn Andrew Woolfolk, fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn. Philip Bailey, einn söngvara hljómsveitarinnar, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 26.4.2022 21:18 Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.4.2022 19:20 Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26.4.2022 11:15 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Erlent 25.4.2022 23:31 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Erlent 25.4.2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12 Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44 Ölvaðir ökumenn fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba Ný löggjöf í Tennessee í Bandaríkjunum mun leiða til þess að ökumenn sem valda dauða einhvers með ölvunarakstri munu bera fjárhagslega ábyrgð á afkomendum fórnarlambsins. Bílar 25.4.2022 07:01 Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Bíó og sjónvarp 23.4.2022 16:24 Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Erlent 22.4.2022 12:59 A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Rapparinn A$AP Rocky var handtekinn á flugvelli í Los Angeles í gær, grunaður um að hafa skotið kunningja sinn í fyrra. Lífið 21.4.2022 11:10 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Erlent 21.4.2022 00:04 Áfrýja ákvörðun dómara um afnám grímuskyldu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur áfrýjað ákvörðun alríkisdómara frá því fyrr í vikunni um að afnema grímuskyldu í flugi og almenningssamgöngum. Stofnunin hafði óskað eftir því að grímuskyldan yrði framlengd til 3. maí en því var hafnað. Erlent 20.4.2022 23:27 Segir tenginguna marka þáttaskil í rekstri Play Fyrsta ferð Play vestur um haf var flogin frá Keflavíkurflugvelli í dag. Að sögn forstjóra félagsins markar tenging á milli Bandaríkja og Evrópu í gegnum Ísland þáttaskil í rekstrinum. Viðskipti innlent 20.4.2022 21:28 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Erlent 20.4.2022 13:49 Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24 Ljúfir tónar ómuðu um eyðimörkina á Coachella Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í eyðimörkinni í Indio, Kaliforníu eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Hátíðin er þekkt fyrir stór nöfn bæði á sviðinu og í áhorfendahópnum. Lífið 19.4.2022 21:30 Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Erlent 19.4.2022 13:46 Dómari nam grímuskyldu úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum. Erlent 19.4.2022 08:28 Ever Forward siglir loks á ný Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan. Erlent 18.4.2022 11:42 Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. Erlent 17.4.2022 16:43 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. Viðskipti erlent 17.4.2022 11:45 « ‹ 135 136 137 138 139 140 141 142 143 … 334 ›
Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Erlent 2.5.2022 18:00
Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. Lífið 2.5.2022 07:00
Bandarískur fangi greindist með fuglaflensu Fangi í Coloradofylki í Bandaríkjunum varð á dögunum fyrsta manneskjan í Bandaríkjunum sem greinist með það afbrigði fuglaflensu sem nú geisar um landið. Erlent 1.5.2022 08:30
Naomi Judd látin Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Lífið 30.4.2022 21:41
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Erlent 29.4.2022 19:21
Kókaínsmyglhneyksli forsætisráðherrans skekur Bresku jómfrúareyjarnar Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um aðild að kókaíninnflutningi og peningaþvætti. Erlent 28.4.2022 23:08
Yfir helmingur Bandaríkjamanna fengið Covid-19 Bandaríska sóttvarnarstofnunin áætlar að 58 prósent Bandaríkjamanna hafi greint með Covid-19 frá því að heimsfaraldurinn hófst vorið 2020. Erlent 26.4.2022 22:49
Fyrrverandi saxófónleikari Earth, Wind & Fire látinn Andrew Woolfolk, fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn. Philip Bailey, einn söngvara hljómsveitarinnar, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 26.4.2022 21:18
Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.4.2022 19:20
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26.4.2022 11:15
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Erlent 25.4.2022 23:31
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Erlent 25.4.2022 21:01
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12
Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44
Ölvaðir ökumenn fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba Ný löggjöf í Tennessee í Bandaríkjunum mun leiða til þess að ökumenn sem valda dauða einhvers með ölvunarakstri munu bera fjárhagslega ábyrgð á afkomendum fórnarlambsins. Bílar 25.4.2022 07:01
Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Bíó og sjónvarp 23.4.2022 16:24
Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01
Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Erlent 22.4.2022 12:59
A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Rapparinn A$AP Rocky var handtekinn á flugvelli í Los Angeles í gær, grunaður um að hafa skotið kunningja sinn í fyrra. Lífið 21.4.2022 11:10
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Erlent 21.4.2022 00:04
Áfrýja ákvörðun dómara um afnám grímuskyldu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur áfrýjað ákvörðun alríkisdómara frá því fyrr í vikunni um að afnema grímuskyldu í flugi og almenningssamgöngum. Stofnunin hafði óskað eftir því að grímuskyldan yrði framlengd til 3. maí en því var hafnað. Erlent 20.4.2022 23:27
Segir tenginguna marka þáttaskil í rekstri Play Fyrsta ferð Play vestur um haf var flogin frá Keflavíkurflugvelli í dag. Að sögn forstjóra félagsins markar tenging á milli Bandaríkja og Evrópu í gegnum Ísland þáttaskil í rekstrinum. Viðskipti innlent 20.4.2022 21:28
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Erlent 20.4.2022 13:49
Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Erlent 20.4.2022 11:24
Ljúfir tónar ómuðu um eyðimörkina á Coachella Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í eyðimörkinni í Indio, Kaliforníu eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Hátíðin er þekkt fyrir stór nöfn bæði á sviðinu og í áhorfendahópnum. Lífið 19.4.2022 21:30
Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Erlent 19.4.2022 13:46
Dómari nam grímuskyldu úr gildi Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum. Erlent 19.4.2022 08:28
Ever Forward siglir loks á ný Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan. Erlent 18.4.2022 11:42
Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. Erlent 17.4.2022 16:43
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. Viðskipti erlent 17.4.2022 11:45