Bandaríkin

Fréttamynd

Biden með Covid

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land aftur fyrsta flokks í bar­áttunni gegn man­sali

Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug.

Innlent
Fréttamynd

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.

Erlent
Fréttamynd

Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans

Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn

Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist saklaus af hatursglæpum

Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk.

Erlent
Fréttamynd

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið
Fréttamynd

Árásarmaður skotinn af vegfaranda

Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda.

Erlent
Fréttamynd

Kodak Black enn og aftur hand­tekinn

Bill Kahan Kapri, betur þekktur sem Kodak Black, var handtekinn í gær í Flórída-ríki. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi 25 ára rappari er handtekinn og í annað sinn á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Haturssíður með hýsingu á Íslandi

Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu.

Skoðun
Fréttamynd

Ný mann­réttinda­skýrsla Meta ó­full­nægjandi hvað Ind­land varðar

Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Erlent
Fréttamynd

„Við lokum á nýnasista og rasista“

Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi.

Innlent