Lífið

Hjól­reiða­maður kærir Arn­old Schwarzeneg­ger

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þegar Arnold keyrði á konuna í febrúar þótti hann hafa brugðist vel við; rætt við lögreglu og vitni á vettvangi, aðstoðað konuna og farið með hjólið hennar í viðgerð.
Þegar Arnold keyrði á konuna í febrúar þótti hann hafa brugðist vel við; rætt við lögreglu og vitni á vettvangi, aðstoðað konuna og farið með hjólið hennar í viðgerð. Getty/Hörhager

Hjólreiðamaður hefur kært líkamsræktarfrömuðinn, leikarann og stjórnmálamanninn Arnold Schwarzenegger. Arnold keyrði hjólreiðamanninn niður, sem segir Schwarzenegger hafa keyrt of hratt.

Arnold keyrði á konuna, Joanne Flickinger, í febrúar á þessu ári. Samkvæmt TMZ á hann að hafa aðstoðað Flickinger, sett hjólið hennar aftan á bílinn sinn og farið með það á verkstæði. Vitni greindu frá því að Arnold hafi ekki ekið hratt eða verið í órétti, þetta hafi einfaldlega verið óhapp.

Konan slasaðist ekki alvarlega en kvartaði undan verkjum og fór á bráðamóttöku. Nú, níu mánuðum seinna, hefur hún ákveðið að kæra hann.

Samkvæmt TMZ segir í kæru konunnar að Arnold hafi ekið allt of hratt og sýnt af sér gáleysi við akstur. Hún krefst því skaðabóta en Schwarzenegger hefur ekki svarað fyrirspurn miðilsins fyrrnefnda vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×