Biden segir þörf á hléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 06:59 Maður grætur eftir að hafa fundið látið barn í húsarústum eftir árásir Ísraelshers á Nusseirat-flóttamannabúðirnar. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. „Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
„Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira