Biden segir þörf á hléi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 06:59 Maður grætur eftir að hafa fundið látið barn í húsarústum eftir árásir Ísraelshers á Nusseirat-flóttamannabúðirnar. AP/Mohammed Dahman Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. „Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Ég held að við þurfum hlé. Hlé til að ná föngunum út,“ svaraði Biden en Hvíta húsið hefur staðfest að forsetinn hafi þarna verið að vísa til þeirra sem Hamas-liðar tóku í gíslingu þegar þeir réðust á samfélög Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Biden hefur sætt auknum þrýstingi annarra þjóðarleiðtoga, hjálparsamtaka og eigin flokkssystkinina um að beita sér fyrir því að Ísraelar láti af árásum sínum eða geri „mannúðarhlé“ á þeim, hið minnsta. Þeir sem kalla eftir hléi hafa bæði bent á það hörmulega ástand sem íbúar Gasa búa við og haldið því fram að Ísraelar séu að fremja stríðsglæp með því að refsa almennum borgurum fyrir glæpi fárra einstaklinga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að aðgerðirnar jaðri við þjóðarmorði. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stjórna er af Hamas, hafa að minnsta kosti 8.796 Palestínumenn látið lífið í átökunum, þar af 3.648 börn. Gervihnattamyndir sýna vel þá eyðileggingu sem hefur orðið eftir árásir Ísraelshers á Jabalia-flóttamannabúðirnar.AP/Maxar Technologies Egyptar hafa samþykkt að taka á móti nærri hundrað verulega særðum frá Gasa en samkvæmt upplýsingum frá Læknum án landamæra er þetta dropi í hafið; samtökin segja um 20.000 íbúar særða. Þau kalla eftir því að öllum verði leyft að yfirgefa svæðið sem þess óska en að þeim verði einnig tryggður réttur til að snúa aftur. Samkvæmt Reuters bíða nú hundruðir Palestínumanna með tvöfalt ríkisfang við Rafah-landamærin og bíða þess að verða hleypt inn í Egyptaland. Virðist takmörkuðum fjölda vera hleypt yfir í einu. Fyrir utan þær þjáningar sem átökin hafa skapað bæði á Gasa og í Ísrael er næsta víst að þau muni hafa ýmsar og víðtækar pólitískar afleiðingar í för með sér. Ehud Barak, fyrrverandi forseti Ísrael, hefur til að mynda varað við því í samtali við Foreign Policy að Ísrael muni tapa stríðinu um almenningsálitið með viðbrögðum sínum við árásunum 7. október. Þá hafa Demókratar í Michigan varað við því að viðbrögð Joe Biden og afdráttarlaus stuðningur hans við Ísrael gæti kostað hann atkvæði Bandaríkjamanna frá Mið-Austurlöndum í ríkinu. Missir umræddra atkvæða gæti dugað til þess að tapa ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári, sem hann má alls ekki við.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“