Bandaríkin

Fréttamynd

Viður­kennir að hafa logið á feril­skránni en ætlar samt inn á þing

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 

Erlent
Fréttamynd

56 látnir í kuldakastinu í Norður-Ameríku

Að minnsta kosti 28 hafa látið lífið í vesturhluta New York ríkis í óveðrinu sem gengið hefur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Dæmi eru um að fólk hafi verið fast í bílum sínum í rúma tvo sólarhringa.

Erlent
Fréttamynd

27 látin í Buffalo í hríðarbyl

Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. 

Erlent
Fréttamynd

Milljónir Banda­ríkja­manna stranda­glópar

Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Ní­tján ára skotinn til bana í Mall of America

Nítján ára karlmaður var skotinn til bana í einni stærstu verslunarmiðstöð heims í gær. Mikil skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni sem lokað var í klukkustund. Árásarmaðurinn er ófundinn.

Erlent
Fréttamynd

Níu látnir í Banda­ríkjunum vegna veðurs

Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Scott Minerd látinn

Scott Minerd, fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, er látinn 63 ára að aldri. Greint er frá andláti Bandaríkjamannsins í Financial Times. Hann var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump sagður hafa kveikt upp­reisnar­bálið

Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur.

Erlent
Fréttamynd

Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða

Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða.

Lífið
Fréttamynd

Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins

Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði

„Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu að birta skatt­skýrslur Trumps

Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það.

Erlent
Fréttamynd

Tíu þúsund án rafmagns eftir jarðskjalfta upp á 6,4

Jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir í norður Kaliforníu, á svæði í kringum borgina Eureka, í dag. Um 10 þúsund manns eru án rafmagns og að minnsta kosti tveir eru slasaðir. Skemmdir urðu einnig á vegum á svæðinu. 

Erlent