Sagðist opinn fyrir takmörkunum á getnaðarvarnir Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 23:53 Donald Trump, var staddur í New York í dag. AP/Michael M. Santiago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð. Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Trump leggur til að hann sé að móta einhverskonar stefnu varðandi getnaðarvarnir frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Síðan þá hefur mikil umræða um þungunarrof, getnaðarvarnir og tæknifrjóvganir átt sér stað í Bandaríkjunum. Þegar Hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi skrifaði Clarence Thomas, einn sex dómara af níu sem skipaður var af forseta úr Repúblikanaflokknum, að dómstóllinn ætti að taka til endurskoðunar dómafordæmi sem tryggði rétt gifts fólks að getnaðarvörnum. Umræðan um getnaðarvarnir snýr að miklu leyti að svokallaðri „neyðarpillu“. Pillu sem konur geta tekið eftir kynmök til að koma í veg fyrir óléttu. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa víða reynt að koma í veg fyrir að konur geti pantað sér slíkar pillur í pósti. Eins og fram kemur í frétt New York Times óttast leiðtogar Repúblikanaflokksins að andstaða við getnaðarvarnir gæti komið niður á flokknum í kosningunum í nóvember. Framboð Joes Biden, forseta og mótframbjóðanda Trumps, stökk á ummælin og dreifði þeim á samfélagsmiðlum. Sarafina Chitika, talskona framboðsins, sagði einnig að konur víðsvegar um Bandaríkin hefðu þjáðst vegna þeirrar martraðar sem Trump hefði valdið, og var hún þar að vísa til áðurnefndrar ákvörðunar íhaldssamra dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hún sagði að ef Trump yrði aftur forseti væri ljóst að hann vildi ganga enn lengra og draga úr aðgengi fólks að getnaðarvörnum og þar á meðal neyðarpillunni. Q: Do you support any restrictions on a person’s right to contraception?Trump: We’re looking at that pic.twitter.com/ycrP7rCQL4— Biden-Harris HQ (@BidenHQ) May 21, 2024 Seinna í dag birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagði aldrei hafa komið til greina að takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Þetta væru einfaldlega „lygar Demókrata“ og falsfréttir. Þegar Trump var spurður út í afstöðu sína í garð takmarkana á því að senda neyðarpillur í pósti í viðtali þann 12. apríl, sagði Trump að hann hefði sterkar skoðanir á því máli og að framboð hans myndi gefa út yfirlýsingu á næstu tveimur vikum. Þann 27. apríl var hann spurður aftur og hét hann þá yfirlýsingu á næstu tveimur vikum en síðan eru liðnar þrjár vikur. Í svari við fyrirspurn frá blaðamönnum AP sögðu talsmenn framboðs Trumps að hann hefði ávallt verið hlynntur því að ákvarðanir um málefni sem þessi ættu að vera á höndum ráðamanna hvers ríkis Bandaríkjanna fyrir sig.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þungunarrof Tengdar fréttir Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. 21. maí 2024 15:04
„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39
Samið um kappræður í júní og september Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 16. maí 2024 07:09