Stj.mál

Fréttamynd

Davíð til starfa í dag

Davíð Oddsson forsætisráðherra er væntanlegur til starfa í forsætisráðuneytinu í dag eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. Hann mun að líkindum stýra ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Aukin harka um forsetastólinn

Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. 

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarfundi frestað

Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað til föstudags rétt áður en hann átti að hefjast í stjórnarráðinu klukkan hálftólf. Sagt var að það væri vegna anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti að stýra fundinum en hann hefur verið frá vegna veikinda síðan í lok júlí.

Innlent
Fréttamynd

Rangt stríð á röngum stað ...

Rangt stríð á röngum stað á röngum tíma. Þetta segir John Kerry um stríðið í Írak og gagnrýnir Bush forseta harðlega. Í herbúðum Bush yppta menn öxlum og segja þetta dæmigert fyrir Kerry, sem enn og aftur hefur skipt um skoðun.

Erlent
Fréttamynd

Grimmd Tsjetsjena

Augu alheimsins beinast að Rússlandi í kjölfar hörmunganna í Beslan. Pútín forseti Rússlands hefur verið gagnrýndur heima og erlendis. Hernaður og ódæði eru Tsjetsjenum í blóð borin. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Schröder beið afhroð

Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders beið enn á ný afhroð í héraðskosningum í gær en þá var kosið í Saarlandi. Flokkurinn fékk ærlegan skell og tapaði 13,5 prósentum af fylgi sínu miðað við síðustu kosningar. Flokkurinn hlaut 30,8 prósent sem er það minnsta sem hann hefur hlotið síðan árið 1960.

Erlent
Fréttamynd

Vill opinbera rannsókn á Línu.Neti

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að eitthvað meira en vanhæfni hafi legið á bak við 250 milljóna fjárfestingu Línu.Nets í Irju árið 2000. Hann segir að alls staðar annars staðar yrðu kaupin tilefni opinberrar rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Clinton líður vel eftir uppskurð

Aðgerðin á Bill Clinton gekk vel og forsetanum líður vel að sögn talsmanns hans. Clinton þurfti að gangast undir hjáveituaðgerð eftir að hann fór að verkja fyrir hjarta og lenti í andnauð.

Erlent
Fréttamynd

Bush með gott forskot

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er nú kominn með þónokkuð forskot á keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Samkvæmt könnun <em>Newsweek</em> er Bush með fimmtíu og tveggja prósenta fylgi en Kerry aðeins með fjörutíu og eitt prósent. Svipaða sögu er að segja af könnun <em>Time</em> þar er Bush með ellefu prósentu forskot.

Erlent
Fréttamynd

Kerry leitar í smiðju Clintons

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, virðist hafa svarað efasemdum margra flokksbræðra sinna um kosningabaráttu sína með því að leita í smiðju síðasta demókrata á forsetastóli, Bills Clinton. Kerry ræddi við Clinton í á annan tíma áður en hann gekkst undir hjartaaðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið sé ekki í samkeppnisrekstri

Halldór Ásgrímsson segist ekki geta dæmt um hvort kaup Símans á hlut í Skjá einum hafi verið mistök. Hann hafi ekki vitneskju um kaupverð né arðsemismat. Hann minnir á að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fléttulistar afmá kynjamismunun

Samfylkingin stefnir að því að framboðslistar fyrir næstu alþingiskosningar verði svokallaðir fléttulistar, þar sem kona og karl eiga sæti á víxl. Átökin í Framsóknarflokknum sögð auka kröfur á jafnt kynjahlutfall innan allra flokka. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Segir kaupin furðuleg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að vera á varðbergi

"Það er alltaf ákveðin tilhneiging í því að ganga of langt í lagasetningum," segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar um gagnrýni Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, á stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi væntanlega lagasetningu um viðskiptalífið.

Innlent
Fréttamynd

Andsnúinn kaupunum

"Síminn, sem opinbert fyrirtæki, hefði ekki átt að fjárfesta í Skjá einum," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um kaup Landssímans á Fjörgný, sem á 26% hlut í Skjá einum.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur varar við takmörkunum

"Ef svigrúm fyrirtækja er þrengt með lagasetningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í dróma," sagði Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans meðal annars í ávarpi sínu á haustþingi SUS, sem hófst á Selfossi í dag. Hann varaði við hugmyndum um takmarkanir á möguleikum stórfyrirtækja til fjárfestinga.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherrabókin í prentun

Útlit er fyrir að bókin Forsætisráðherrar Íslands - ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár, sem gefin verður út af Stjórnarráðinu í tilefni afmæli heimastjórnarinnar, verði komin úr prentun í tæka tíð fyrir boðaðan útgáfudag, þann 15. september. Þann dag lætur Davíð Oddsson forsætisráðherra af embætti sínu og færir sig yfir í utanríkisráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Karlkonur í stjórnmálum

Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn sáttastir

Kjósendur Framsóknarflokksins eru ánægðastir með kvótakerfið og mest mótfallnir því að gefa innflutning á landbúnaðarafurðum frjálsan, ef marka má niðurstöðu þjóðarpúls Gallups. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af framgangi frumvarpa

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lýsir áhyggjum af þeim farvegi sem væntanleg frumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á íslensku viðskiptaumhverfi eru komin í.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndi Kerry harðlega

Varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, talaði á flokksþingi repúblikana í New York í gær. Hann gagnrýndi forsetaframbjóðanda demókrata, John Kerry, harðlega og sagði hann frægan fyrir að skipta um skoðun.

Erlent
Fréttamynd

Enn langt í land í afvopnunarmálum

Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna og sérfræðingur í afvopnunarmálum, segir enn langt í land í afvopnunarmálum. Ríki heimsins þurfi að vinna saman í því að koma í veg fyrir að gjöreyðingarvopn komist í hendurnar á hryðjuverkahópum. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Reynslulausir í spillingarmálum

Í úttekt Ríkjahóps Evrópuráðsins á spillingu segir að Íslendingar hafi ekki reynslu í að taka á spillingarmálum. Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi auki hættu á spillingu og þurfi Íslendingar að innleiða skýrar reglur og starfshætti til að sporna gegn henni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þrjú frumvörp í smíðum

Viðskiptaráðuneytið undirbýr nú þrjú frumvörp sem endurspegla munu tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Gert er ráð fyrir að allar tillögur verði settar fram í frumvörpunum og varða þær breytingar á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Bush formlega útnefndur

George W. Bush Bandaríkjaforseti var í gær formlega útnefndur forsetaframbjóðandi repúblíkana. Kona hans, Laura Bush, og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, veittu honum útnefninguna og sögðu af því tilefni að hann væri maður mikils styrks og samúðar. Bush, sem er á kosningaferðalagi, hélt stutt ávarp með hjálp gervihnattarsíma.

Erlent
Fréttamynd

Skaði samkeppnisstöðu

Nefnd ráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi leggur til að Samkeppnisstofnun fái heimild til að stokka upp fyrirtæki brjóti þau gegn samkeppnislögum. Viðskiptaráðherra segir að tillögurnar muni styrkja íslenskt efnahagslíf verði þær að lögum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Leita langt yfir skammt

Skondnast af öllu er að nefnd um viðskiptalífið hafi sótt spillingardæmi tengd markaðsvæðingu út fyrir landsteinana, af þeim eru ærin dæmi hér," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna.

Innlent
Fréttamynd

Jákvætt að mörgu leyti

"Mér finnst þetta að mörgu leyti jákvætt. Ég tel að það sé áhugavert að vinna að málinu á þeim nótum sem þarna er lagt upp með," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra um viðskiptaumhverfið. Guðjón tók þó fram að hann hefði ekki haft tök á að kynna sér skýrsluna til hlítar.

Innlent
Fréttamynd

Uppstokkunarheimild heftir

Einn nefndarmanna auk fulltrúa atvinnulífsins og Kauphallarinnar segja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja skerðast verði sett lög sem heimili Samkeppnisstofnun að stokka upp fyrirtæki brjóti þau gegn samkeppnislögum. Viðskiptaráðherra segir þessar áhyggjur byggðar á misskilningi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óþarfa hávaði í stjórninni

"Langmerkasta niðurstaða skýrslunnar er að það er óþarft að setja sérstök lög um hringamyndun. Það hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess hávaða sem hefur verið innan ríkisstjórnarflokkanna um að vondir auðhringir séu að leggja undir sig ekki aðeins fjölmiðla heldur land og miðin," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar.

Innlent