Ríkið sé ekki í samkeppnisrekstri 6. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira