Segir kaupin furðuleg 4. september 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar segir kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum vera furðuleg fyrir margra hluta sakir. Bæði séu þau í hróplegri mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar ef mið er tekið af fjölmiðlafrumvarpinu og eins sé ríkið í raun farið að reka þrjár sjónvarpsstöðvar á sama tíma og ríkisstjórnin stefni að aukinni einkavæðingu. Ingibjörg segir að sig hafi rekið í rogastans þegar hún heyrði fréttirnar í gærkvöld af kaupum Landssímans á fjórðungs hlut í Skjá einum. Hún segir fréttirnar í raun furðulegar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því ríkisstjórnin hafi þá stefnu að einkavæða, en með þessu sé hún að ríkisvæð fjölmiðil. Í öðru lagi sé þetta í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið frá í vor, þegar ríkisstjórnin hafði þá stefnu að markaðsráðandi fyrirtæki mætti helst ekkert eiga í ljósvakamiðlum. Nú sé markaðsráðandi ríkisfyrirtæki, Síminn, að kaupa 25% í fjölmiðlafyrirtæki. Hún segist ekki átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé, því varla sé þetta gert án samráðs við fjármálaráðherra sem fari með hlutabréfið í Símanum. Ingibjörg segir það þó vissulega rétt að kaupin séu í samræmi við ríkjandi lög, þar sem fjölmiðlafrumvarpið hafi jú verið dregið til baka á endanum. Þó megi ekki gleyma að frumvarpið eins og það var lagt fram endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráði för varðandi Símann. Hún segist halda að þetta hljóti að vera liður í flókinni leikfléttu sem muni koma í ljós þegar fram líði stundir. Hún segist þó ekki enn vita hver sú flétta sé en þetta beri keim af hagsmunakapphlaupi áður en kemur að sölu Símans. Ingibjörg telur þessi viðskipti vísbendingu um breyttar áherslur þegar farið verður að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp í vetur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira