Innlent

Áhyggjur af framgangi frumvarpa

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lýsir áhyggjum af þeim farvegi sem væntanleg frumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á íslensku viðskiptaumhverfi eru komin í. "Ég vísa til þess sem komið hefur fram, að von sé á frumvörpunum innan skamms. Mér finnst eðlilegt við smíð á frumvörpum að ráðuneytið kalli eftir viðbrögðum og umsögnum frá okkur og öðrum lögmætum hagsmunaaðilum í samfélaginu áður en frumvörpin eru sett fram í endanlegum búningi. Ég geri mér vonir um að við fáum að koma að umræðunni um þessi mál," segir Ari. Ari er ekki tilbúinn að tjá sig um þær breytingar sem hann vildi sjá á tillögum nefndarinnar. Hann segir að fara verði varlega í að fela stjórnvöldum heimildir til að brjóta upp fyrirtæki, einnig efast hann um að þörf sé á mikilli löggjöf um stjórnarhætti fyrirtækja og bendir á auki á að sumar tillögur eigi ekki síður við um fjölskyldufyrirtæki en skráð fyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×