Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fréttamynd

Kynna 150 að­gerðir í loftslagsmálum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Leitt ef ríkis­stjórn er ekki treystandi í kjara­­samnings­við­ræðum

Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Vill styðja van­trausts­til­lögu komi hún fram

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um bætta stöðu leigj­enda strandar hjá ríkis­stjórn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingkona Framsóknarflokksins segir það stefnu velferðarnefndar að ljúka meðferð á frumvarpi innviðaráðherra um húsaleigulög fyrir þinglok. Frumvarpið hefur það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda. Þingmaður stjórnarandstöðu segir málið stranda á ríkisstjórninni sjálfri. Þau geti ekki komið sér saman um hvernig eigi að ljúka þingi og það tefji þetta mál, eins og önnur.

Innlent
Fréttamynd

Ert þú í tengslum?

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að ó­menningu sé ekki sýnt um­burðar­lyndi

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt.

Innlent
Fréttamynd

Willum blandar sér í málið og út­skýrir bréfið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur nú blandað sér í umræðu ráðherra um netsölu áfengis með tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem hann fer yfir bréfið sem hann sendi Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra fyrr í þessum mánuði. Bréfið varð til þess að Sigurður Ingi sendi lögreglu erindi um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Vinstri vængurinn er ekki brotinn, en hann er laskaður“

Eva Dögg Davíðsdóttir þingkona Vinstri grænna sagði í ræðu sinn í eldhúsdagsumræðum á þingi í kvöld mikilvægt að verja vinstrið og koma í veg fyrir skautun. Hún ræddi tímann og mikilvægi ákvarðana sem teknar eru í nútíð fyrir framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi sett efna­hag venju­legs fólks á hvolf

Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún vill laga­breytingar ekki pólitísk af­skipti

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. 

Innlent
Fréttamynd

Biðla til stjórn­valda að klára málið

Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leyfið til að drepa lang­reyði - óforsvaranleg á­kvörðun

Þann 1. júní var gert opinbert að skýrsla MAST yfir hvalveiðitímabilið 2023 sýndi ekki fram á tölfræðilega marktækan mun frá árinu 2022 þegar dauðatími hvala var metinn „óásættanlegur“ og fagráð um velferð dýra sem starfar á vegum MAST komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri til mannúðleg leið til að drepa stórhveli. Það hefði átt að vera nóg til að binda enda á alla von um endurnýjað veiðileyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

For­sendur ríkis­stjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum.

Innlent
Fréttamynd

Yrðu stór­tíðindi í ís­lenskum stjórn­málum ef VG dytti út af þingi

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ferðaðist um Malaví með vélinni sem fórst

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það óhugnanlega tilfinningu að hugsa til þess að hann hafi aðeins fyrir nokkrum vikum ferðast innanlands í Malaví í sömu flugvél og varaforseti landsins, Saulos Chilima, var í þegar hann, og níu aðrir, létust í flugslysi í gær.

Innlent