Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. maí 2024 18:30 Jón Gunnarsson ræddi hvalveiðar og mögulegt tjón ríkissjóðs í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45