„Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 12:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það miður að farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók á vegum ráðuneytisins. Hann segist hafa rætt málið við fyrrverandi forsætisráðherra og þau hafi verið sammála um niðurstöðuna. Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Í næsta mánuði stefnir forsætisráðuneytið á að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær í tilefni af áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Verkefnið var hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði skrifað formála bókarinnar. Þegar Katrín baðst lausnar úr embættinu til þess að fara í forsetaframboð var prentun bókarinnar hafin. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að þar með hafi hann staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort eðlilegt væri að formálinn væri Katrínar. „Það er í raun og veru spurningin sem þurfti að svara. Þegar henni hafði verið svarað þá var hitt afleiðing af því. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri eðlilegt að nýr forsætisráðherra myndi skrifa nýjan formála bókar sem kemur út í júní. Ég ræddi þetta við Katrínu, mér fannst við sammála því,“ segir Bjarni. Þrjátíu milljónir króna voru settar í verkefnið. Þrátt fyrir förgunina segir Bjarni verkefnið virðast halda kostnaðaráætlun. „Ég verð að játa það að ég veit ekki nákvæmlega hversu langt verkið var komið. En það voru mörg eintök í framleiðslu sem þurfti að farga. Það breytir því ekki að sú kostnaðaráætlun sem við vorum með, við teljum að hún muni standast fyrir þetta verkefni,“ segir Bjarni. Hann játar að þetta sé ansi klúðurslegt en förgun og endurprentun kostar ríkið nokkrar milljónir. „Það er miður að það falli til kostnaður vegna þessa,“ segir Bjarni.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? 16. maí 2024 15:04