Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 08:40 Búið er að greiða út um 28,5 milljarða til seljenda eigna í Grindavík. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. Fulltrúar Þórkötlu hafa nú formlega tekið við um 30 eignum í Grindavík af seljendum. Áætlað er að taka við 170 til viðbótar í næstu viku. „Stór hluti eignanna er í góðu ástandi. Það er töluvert um nýleg vel byggð hús í Grindavík sem sloppið hafa vel frá hamförunum hingað til. Svo eru vissulega hús inn á milli sem þarfnast lagfæringa og einhver hús sem eru mjög illa farin og eiga sér litla framtíð. Við munum þurfa að vinna þétt með Náttúruhamfaratryggingu Íslands við að skoða tryggingarstöðu Þórkötlu vegna þeirra eigna sem eru illa farnar,“ segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu, í tilkynningu um málið. Þar kemur einnig fram að Þórkatla vinni nú með aðilum á svæðinu að því að skipuleggja eftirlit og umsjón með eignunum. Almennt viðhald verður í lágmarki á meðan óvissa ríkir um yfirvofandi jarðhræringar. Félagið mun á þeim tíma leggja áherslu á að fyrirbyggja frekari skemmdir. „Þó flestir séu áhugasamir um að viðhalda byggð í bænum þá hefur ástandið tekið á fólk og því finnst gott að vera að klára þetta ferli. Það eru svo náttúruöflin sem stjórna framhaldinu en það er alltaf markmið okkar að fá sem flesta Grindvíkinga til að kaupa eignir sína til baka síðar meir. Það er mikilvægur hluti af því að styðja við framþróun Grindavíkur til framtíðar,“ segir Örn Viðar. Umsóknir orðnar fleiri en átta hundruð Fram kemur í tilkynningunni að umsóknir frá Grindvíkingum um sölu á fasteignum til Fasteignafélagsins Þórkötlu séu nú orðnar 812. Þegar hafa verið samþykkt kaup á um 700 eignum eða 86 prósent þeirra sem hafa sótt um. Þá eru þinglýstir kaupsamningar að nálgast 600 en félagið hefur boðið 640 aðilum eða tæp 80 prósent umsækjenda kaupsamning til undirritunar. Seljendur hafa fengið um 28,5 milljarða greidda í kaupsamningsgreiðslu og yfirtekin lán frá lánastofnunum nema 14,5 milljörðum króna. Enn er í gangi vinna hjá félaginu vegna fráviksumsókna sem bárust í mars, svo sem vegna skilyrðis um lögheimili, húsa sem eru í byggingu og altjónshúsa. Vinna við fráviksumsóknir sem bárust í apríl er hafin. Unnið er að lausn fyrir búseturéttarhafa en samkvæmt tilkynningu liggur ekki fyrir hvenær sú lausn verður kynnt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. 23. maí 2024 12:48 „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57 „Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30 Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Fulltrúar Þórkötlu hafa nú formlega tekið við um 30 eignum í Grindavík af seljendum. Áætlað er að taka við 170 til viðbótar í næstu viku. „Stór hluti eignanna er í góðu ástandi. Það er töluvert um nýleg vel byggð hús í Grindavík sem sloppið hafa vel frá hamförunum hingað til. Svo eru vissulega hús inn á milli sem þarfnast lagfæringa og einhver hús sem eru mjög illa farin og eiga sér litla framtíð. Við munum þurfa að vinna þétt með Náttúruhamfaratryggingu Íslands við að skoða tryggingarstöðu Þórkötlu vegna þeirra eigna sem eru illa farnar,“ segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu, í tilkynningu um málið. Þar kemur einnig fram að Þórkatla vinni nú með aðilum á svæðinu að því að skipuleggja eftirlit og umsjón með eignunum. Almennt viðhald verður í lágmarki á meðan óvissa ríkir um yfirvofandi jarðhræringar. Félagið mun á þeim tíma leggja áherslu á að fyrirbyggja frekari skemmdir. „Þó flestir séu áhugasamir um að viðhalda byggð í bænum þá hefur ástandið tekið á fólk og því finnst gott að vera að klára þetta ferli. Það eru svo náttúruöflin sem stjórna framhaldinu en það er alltaf markmið okkar að fá sem flesta Grindvíkinga til að kaupa eignir sína til baka síðar meir. Það er mikilvægur hluti af því að styðja við framþróun Grindavíkur til framtíðar,“ segir Örn Viðar. Umsóknir orðnar fleiri en átta hundruð Fram kemur í tilkynningunni að umsóknir frá Grindvíkingum um sölu á fasteignum til Fasteignafélagsins Þórkötlu séu nú orðnar 812. Þegar hafa verið samþykkt kaup á um 700 eignum eða 86 prósent þeirra sem hafa sótt um. Þá eru þinglýstir kaupsamningar að nálgast 600 en félagið hefur boðið 640 aðilum eða tæp 80 prósent umsækjenda kaupsamning til undirritunar. Seljendur hafa fengið um 28,5 milljarða greidda í kaupsamningsgreiðslu og yfirtekin lán frá lánastofnunum nema 14,5 milljörðum króna. Enn er í gangi vinna hjá félaginu vegna fráviksumsókna sem bárust í mars, svo sem vegna skilyrðis um lögheimili, húsa sem eru í byggingu og altjónshúsa. Vinna við fráviksumsóknir sem bárust í apríl er hafin. Unnið er að lausn fyrir búseturéttarhafa en samkvæmt tilkynningu liggur ekki fyrir hvenær sú lausn verður kynnt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. 23. maí 2024 12:48 „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57 „Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30 Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. 23. maí 2024 12:48
„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57
„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30
Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40