Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2024 09:06 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir það gott að það sé lífleg umræða um íslenskuna. Það þýði að fólki þyki vænt um hana. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. „Við höfum verið að gera mjög mikið til að varðveita og efla tungumálið okkar síðustu árin,“ segir Lilja Dögg og að nýlega hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um efla tungumálið, kennslu og gæði hennar. Lilja Dögg ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem ég segi í þessu er að tungumálið okkar byggir á kynhlutleysi, þessu málfræðilega, þar sem karlkynið hefur verið ráðandi og þetta kynhlutleysi málfræðilega karlkynsins er hluti af íslenska málkerfinu og er út um allt í íslenskunni okkar. Að mínu mati, að fara að breyta því núna, án umræðu, án þess að fara mjög vel yfir það, er algert gáleysi,“ segir Lilja Dögg. Spurð hvað henni finnist um það þegar opinberar stofnanir taki það upp hjá sér að breyta tungumálinu með þessum hætti segir Lilja Dögg sótt að tungumálinu úr mörgum áttum. Í tæknibyltingu og gervigreindinni, og þess vegna hafi þau komið íslenskunni fyrir það. Svo hafi samfélagið breyst gríðarlega. Hlutfall innflytjenda sé um tuttugu prósent núna og til að passa að allir geti nálgast sömu tækifærin þurfi að passa að allir geti lært íslensku. Á sama tíma eigi ekki að gera grundvallarbreytingar á tungumálinu. Fundar með RÚV Lilja segist, sem ráðherra tungumálsins, ætla að taka málið upp við RÚV en töluvert hefur verið rætt um það undanfarið að „nýlenskan“ sé orðin allsráðandi þar. Talað er um „nýlensku“ í tengslum við kynhlutlaust tungumál. Vala Hafstað skrifaði nýlega grein um málið á vef Vísi sem yfirmaður erlendra frétta á RÚV, Birta Björnsdóttir, svaraði svo. „Venjulega er málstefna sem flest fyrirtæki fara eftir,“ segir Lilja Dögg og að ráðuneytið sé sem dæmi að hefja samstarf við Samtök atvinnulífsins um íslenska tungu. „Að þetta sé að gerast á sama tíma finnst mér ekki æskilegt,“ segir hún og að það þurfi að ræða þessa breytingu áður en hún á sér stað. Lilja segir þetta geta skaðað íslenskuna. Þegar börn læri tungumál byggi það á ákveðinni málfræðilegri verkaskiptingu kynjanna og það sé ekki vitað hvaða áhrif það hafi á máltöku barna að breyta þessu grundvallaratriði í íslenskri tungu. „Af því að þetta er, tel ég, ein mikilvægasta auðlind landsins, þá verðum við einhvern veginn, áður en við förum í svona breytingar, þurfum við að tala og fara yfir það. Ég er persónulega ekki hrifin af þessu vegna þess að ég tel að það séu allskonar aðrir hlutir sem hafa miklu meiri forgang,“ segir hún og að þetta geti ruglað í máltöku barna. Hún telur að það sé tímabært að staldra við. Aðstoðarforstjóri Microsoft elskar Arnald Lilja Dögg sagði einnig í viðtalinu frá nýjum bæklingi, Íslenskan okkar – alls staðar, og samstarfi ráðuneytisins við Open AI, Microsoft og aðra tæknirisa. Hún segir að nú sé unnið að því að koma íslensku betur inn hjá Microsoft. Hún sagði frá því að Scott Guthrie aðstoðarforstjóri fyrirtækisins sé mikill aðdáandi Arnaldar Indriðasonar og það hafi haft mikil áhrif á það að hann hafi leitast eftir þessu samstarfi. Hún hafi fengið Arnald til að árita allar bækurnar sínar sem þau sendu honum svo. Á fundi hafi hann svo vitnað í bækurnar. Hún sagði frá öðrum tengingum eins og að Anna hjá Open AI hafi fengið áhuga á samstarfi við Ísland eftir að hafa farið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og svo hafi einn hjá Google gengið Snæfellsjökul. Það skipti því svo miklu máli að hlúa að skapandi greinum. Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk fræði Bítið Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Við höfum verið að gera mjög mikið til að varðveita og efla tungumálið okkar síðustu árin,“ segir Lilja Dögg og að nýlega hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um efla tungumálið, kennslu og gæði hennar. Lilja Dögg ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem ég segi í þessu er að tungumálið okkar byggir á kynhlutleysi, þessu málfræðilega, þar sem karlkynið hefur verið ráðandi og þetta kynhlutleysi málfræðilega karlkynsins er hluti af íslenska málkerfinu og er út um allt í íslenskunni okkar. Að mínu mati, að fara að breyta því núna, án umræðu, án þess að fara mjög vel yfir það, er algert gáleysi,“ segir Lilja Dögg. Spurð hvað henni finnist um það þegar opinberar stofnanir taki það upp hjá sér að breyta tungumálinu með þessum hætti segir Lilja Dögg sótt að tungumálinu úr mörgum áttum. Í tæknibyltingu og gervigreindinni, og þess vegna hafi þau komið íslenskunni fyrir það. Svo hafi samfélagið breyst gríðarlega. Hlutfall innflytjenda sé um tuttugu prósent núna og til að passa að allir geti nálgast sömu tækifærin þurfi að passa að allir geti lært íslensku. Á sama tíma eigi ekki að gera grundvallarbreytingar á tungumálinu. Fundar með RÚV Lilja segist, sem ráðherra tungumálsins, ætla að taka málið upp við RÚV en töluvert hefur verið rætt um það undanfarið að „nýlenskan“ sé orðin allsráðandi þar. Talað er um „nýlensku“ í tengslum við kynhlutlaust tungumál. Vala Hafstað skrifaði nýlega grein um málið á vef Vísi sem yfirmaður erlendra frétta á RÚV, Birta Björnsdóttir, svaraði svo. „Venjulega er málstefna sem flest fyrirtæki fara eftir,“ segir Lilja Dögg og að ráðuneytið sé sem dæmi að hefja samstarf við Samtök atvinnulífsins um íslenska tungu. „Að þetta sé að gerast á sama tíma finnst mér ekki æskilegt,“ segir hún og að það þurfi að ræða þessa breytingu áður en hún á sér stað. Lilja segir þetta geta skaðað íslenskuna. Þegar börn læri tungumál byggi það á ákveðinni málfræðilegri verkaskiptingu kynjanna og það sé ekki vitað hvaða áhrif það hafi á máltöku barna að breyta þessu grundvallaratriði í íslenskri tungu. „Af því að þetta er, tel ég, ein mikilvægasta auðlind landsins, þá verðum við einhvern veginn, áður en við förum í svona breytingar, þurfum við að tala og fara yfir það. Ég er persónulega ekki hrifin af þessu vegna þess að ég tel að það séu allskonar aðrir hlutir sem hafa miklu meiri forgang,“ segir hún og að þetta geti ruglað í máltöku barna. Hún telur að það sé tímabært að staldra við. Aðstoðarforstjóri Microsoft elskar Arnald Lilja Dögg sagði einnig í viðtalinu frá nýjum bæklingi, Íslenskan okkar – alls staðar, og samstarfi ráðuneytisins við Open AI, Microsoft og aðra tæknirisa. Hún segir að nú sé unnið að því að koma íslensku betur inn hjá Microsoft. Hún sagði frá því að Scott Guthrie aðstoðarforstjóri fyrirtækisins sé mikill aðdáandi Arnaldar Indriðasonar og það hafi haft mikil áhrif á það að hann hafi leitast eftir þessu samstarfi. Hún hafi fengið Arnald til að árita allar bækurnar sínar sem þau sendu honum svo. Á fundi hafi hann svo vitnað í bækurnar. Hún sagði frá öðrum tengingum eins og að Anna hjá Open AI hafi fengið áhuga á samstarfi við Ísland eftir að hafa farið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og svo hafi einn hjá Google gengið Snæfellsjökul. Það skipti því svo miklu máli að hlúa að skapandi greinum.
Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk fræði Bítið Tengdar fréttir Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49 Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. 13. maí 2024 15:49
Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31
Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31