Ólafur Ragnar segir nýja stjórnarskrá ónýtt plagg Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 07:01 Ólafur Ragnar, fyrrverandi forseti, hefur sent frá sér bók sem byggir á dagbókarskrifum hans sjálfs. Enn hefur Ólafi Ragnari tekist að láta umræðuna hverfast um sig. vísir/arnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar. Ólafur Ragnar var í ítarlegu viðtali við Sigurjón Egilsson í Sonum Egils á Samstöðinni um helgina. Umræðuefnið er ný bók Ólafs, „Þjóðin og Valdið – Fjölmiðlalögin og Icesave sem Forlagið gefur út, en þau byggja á ítarlegum dagbókarfærslum forsetans á örlagatímum í sögu þjóðarinnar. Finna má það sem Ólafur Ragnar segir um nýja stjórnarskrá þegar um það bil 45 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Vel fór á með þeim Sigurjóni og Ólafi Ragnar og fóru þeir um víðan völl. Einkum voru fjölmiðlalögin, sem Ólafur Ragnar vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hlaut það frumvarp Davíðs Oddssonar snautleg örlög og svo var Icesave til umræðu. Ekki tími til að stilla tillögurnar af Um miðbik viðtals nefndi Sigurjón Sigurð Líndal heitinn lagaprófessor sem hafði þá talað um að hann myndi ekki treysta sér til að rita nýja stjórnarskrá. Ólafur Ragnar sagði þetta rétt. „Hann kemur fram í bókinni nokkuð oft.“ Má ég spyrja þig út í nýju stjórnarskrána? „Já, já. Það kemur nú reyndar fram í bókinni að mér fannst það ferli ekki traustvekjandi. Ég rökstyð það hvað eftir annað í bókinni og lýsi samtölum við menn þar um. Ég er alveg sammála Sigurði um þetta, sem gamall prófessor í stjórnmálafræði eins og hann var gamall prófessor í lögfræði, að menn gera sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið vandaverk að búa til nýja stjórnarskrá. Og það að hægt sé að hlaupa í það á nokkrum mánuðum, eins og þessum hópi manna var ætlað að gera, það er nánast óvinnandi verk.“ Þó Ólafur Ragnar hafi áður nefnt meinbugi á nýrri stjórnarskrá hefur hann líklega aldrei verið eins afdráttarlaus í að lýsa skoðun sinni á henni og nú.vísir/vilhelm Ólafur Ragnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins afdráttarlaus í tali um hina nýju stjórnarskrá sem stöðugt skýtur upp kollinum í umræðunni. Hann bendir á að aldrei hafi verið ritað neitt yfirlit yfir það sem þarna gerðist í raun og veru, hjá stjórnlagaráðinu eða stjórnarþinginu. „En eftir því sem ég hef heyrt, ég veit ekki hvort það er rétt, skiptu þau þessu á milli sín í þrennt, svo komu tillögur um það og svo var tíminn búinn. Þá var alveg eftir sú vinna að stilla þessu gangverki saman, hvernig þessi hjól pössuðu í eina vél. Sú vinna var aldrei unnin.“ Sá hvernig reiðin dreifði úr sér í þingsal Ólafur Ragnar sagði frá því þegar hann átti að setja þingið 2012, en það áttu að fara fram forsetakosningar þá næsta vor en þar hafði Ólafur sigur með 52 prósentum atkvæða, að enginn hafði fjallað um þetta atriði. Ólafur tók sér því það fyrir hendur að raða saman öllu þeim ákvæðum um forsetann og dró þá ályktun að verið væri að leggja til mun valdameira embætti forsetans en áður hafði þekkst. „Það væri mikilvægt að þingið kvæði upp úr um það hvort verið væri að kjósa um þennan nýja valdamikla forseta eða eftir gamla kerfinu? Og það urðu bara allir öskureiðir. Ég stóð þarna í ræðustól Alþingis og sá bara hvernig reiðin spratt fram í þingsalnum hingað og þangað.“ Ólafur Ragnar sagði ýmsa „snillinga“ sem jafnvel höfðu tekið tekið þátt í þessu hafi í viðtölum sagt að þetta væri bara della í honum. Eða allt þar til Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri, skrifaði grein í Fréttablaðinu, sagði: „Ég hef verið að hlusta á þessi ummæli forsetans og sé ekki betur en að forsetinn hafi algjörlega rétt fyrir sér.“ Forsetinn gæti tryllt þingið algerlega Ólafur Ragnar segir eitt merkilegt í þessum tillögum varðandi stjórnarmyndun og stjórnlagarétt að í nýju stjórnarskránni sé nánast alveg aflagt mikilvægi formanna flokkanna með ákvæði. „Heldur er sagt að forsetinn eigi að tala við þingmenn, alla 63. Svo átti að gera tillögur um nýjan forsætisráðherra og ef þær væru felldar í tví- eða þrígang þá ætti að efna til nýrra kosninga. Ég sagði svona í gríni, að ef ég ætti að praktísera stjórnarmyndun eftir þessu regluverki og ekki tala við foringja flokkanna heldur bara einstaka þingmenn sem við vitum að allir eru með ráðherra í maganum og ég veit ekki hvað og hvað, myndi taka mig minna en viku að trylla þingið algjörlega með slíkum viðtölum.“ Að sögn Ólafs Ragnars eru tillögurnar þannig að ef ekki næst meirihluti fyrir nýjum forsætisráðherra er þing rofið og kosið aftur. „Það væri því hægur leikur fyrir forsetann að búa til stjórnmálaflokk forsetans innan slíkra tillagna, með því að fara í viðtöl við hinn og þennan í þinginu, gera tillögur um forsætisráðherra sem hann veit að verða felldar, þingið ræður ekkert við þetta og gera nákvæmlega sama og de Gaulle gerði, úr 3. Lýðveldinu yfir í 5. lýðveldið. Þessi umræða fór ekkert fram.“ Ekki hrist fram úr erminni að skrifa stjórnarskrá Ólafur segir að það verði að stilla gangverkið saman. Hann nefndi að í Bandaríkjunum sé heil fræðigrein sem fjalli bara um þetta. „Þannig að það er alveg rétt hjá mínum góða vini Sigurði Líndal heitnum, það að búa til nýja stjórnarskrá er intelektúelt, hvað þá pólitískt, gríðarlegt vandaverk. Að halda að það sé hrist fram úr erminni og halda að það verði í lagi gengur gegn eins og ekkert sé gengur gegn allri stjórnskipulegri reynslu. Það hefur ekkert orðið úr þessu verki því miður.“ Ólafur Ragnar sagði að ef stjórnlagaþingið hefði tekið fyrir tiltekna þætti, lykilákvæði, hefði hugsanlega verið hægt að nota þessa vinnu. Stjórnarskrá Bókaútgáfa Forseti Íslands Fjölmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnlagaþing Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ólafur Ragnar var í ítarlegu viðtali við Sigurjón Egilsson í Sonum Egils á Samstöðinni um helgina. Umræðuefnið er ný bók Ólafs, „Þjóðin og Valdið – Fjölmiðlalögin og Icesave sem Forlagið gefur út, en þau byggja á ítarlegum dagbókarfærslum forsetans á örlagatímum í sögu þjóðarinnar. Finna má það sem Ólafur Ragnar segir um nýja stjórnarskrá þegar um það bil 45 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Vel fór á með þeim Sigurjóni og Ólafi Ragnar og fóru þeir um víðan völl. Einkum voru fjölmiðlalögin, sem Ólafur Ragnar vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hlaut það frumvarp Davíðs Oddssonar snautleg örlög og svo var Icesave til umræðu. Ekki tími til að stilla tillögurnar af Um miðbik viðtals nefndi Sigurjón Sigurð Líndal heitinn lagaprófessor sem hafði þá talað um að hann myndi ekki treysta sér til að rita nýja stjórnarskrá. Ólafur Ragnar sagði þetta rétt. „Hann kemur fram í bókinni nokkuð oft.“ Má ég spyrja þig út í nýju stjórnarskrána? „Já, já. Það kemur nú reyndar fram í bókinni að mér fannst það ferli ekki traustvekjandi. Ég rökstyð það hvað eftir annað í bókinni og lýsi samtölum við menn þar um. Ég er alveg sammála Sigurði um þetta, sem gamall prófessor í stjórnmálafræði eins og hann var gamall prófessor í lögfræði, að menn gera sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið vandaverk að búa til nýja stjórnarskrá. Og það að hægt sé að hlaupa í það á nokkrum mánuðum, eins og þessum hópi manna var ætlað að gera, það er nánast óvinnandi verk.“ Þó Ólafur Ragnar hafi áður nefnt meinbugi á nýrri stjórnarskrá hefur hann líklega aldrei verið eins afdráttarlaus í að lýsa skoðun sinni á henni og nú.vísir/vilhelm Ólafur Ragnar hefur sjaldan eða aldrei verið eins afdráttarlaus í tali um hina nýju stjórnarskrá sem stöðugt skýtur upp kollinum í umræðunni. Hann bendir á að aldrei hafi verið ritað neitt yfirlit yfir það sem þarna gerðist í raun og veru, hjá stjórnlagaráðinu eða stjórnarþinginu. „En eftir því sem ég hef heyrt, ég veit ekki hvort það er rétt, skiptu þau þessu á milli sín í þrennt, svo komu tillögur um það og svo var tíminn búinn. Þá var alveg eftir sú vinna að stilla þessu gangverki saman, hvernig þessi hjól pössuðu í eina vél. Sú vinna var aldrei unnin.“ Sá hvernig reiðin dreifði úr sér í þingsal Ólafur Ragnar sagði frá því þegar hann átti að setja þingið 2012, en það áttu að fara fram forsetakosningar þá næsta vor en þar hafði Ólafur sigur með 52 prósentum atkvæða, að enginn hafði fjallað um þetta atriði. Ólafur tók sér því það fyrir hendur að raða saman öllu þeim ákvæðum um forsetann og dró þá ályktun að verið væri að leggja til mun valdameira embætti forsetans en áður hafði þekkst. „Það væri mikilvægt að þingið kvæði upp úr um það hvort verið væri að kjósa um þennan nýja valdamikla forseta eða eftir gamla kerfinu? Og það urðu bara allir öskureiðir. Ég stóð þarna í ræðustól Alþingis og sá bara hvernig reiðin spratt fram í þingsalnum hingað og þangað.“ Ólafur Ragnar sagði ýmsa „snillinga“ sem jafnvel höfðu tekið tekið þátt í þessu hafi í viðtölum sagt að þetta væri bara della í honum. Eða allt þar til Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri, skrifaði grein í Fréttablaðinu, sagði: „Ég hef verið að hlusta á þessi ummæli forsetans og sé ekki betur en að forsetinn hafi algjörlega rétt fyrir sér.“ Forsetinn gæti tryllt þingið algerlega Ólafur Ragnar segir eitt merkilegt í þessum tillögum varðandi stjórnarmyndun og stjórnlagarétt að í nýju stjórnarskránni sé nánast alveg aflagt mikilvægi formanna flokkanna með ákvæði. „Heldur er sagt að forsetinn eigi að tala við þingmenn, alla 63. Svo átti að gera tillögur um nýjan forsætisráðherra og ef þær væru felldar í tví- eða þrígang þá ætti að efna til nýrra kosninga. Ég sagði svona í gríni, að ef ég ætti að praktísera stjórnarmyndun eftir þessu regluverki og ekki tala við foringja flokkanna heldur bara einstaka þingmenn sem við vitum að allir eru með ráðherra í maganum og ég veit ekki hvað og hvað, myndi taka mig minna en viku að trylla þingið algjörlega með slíkum viðtölum.“ Að sögn Ólafs Ragnars eru tillögurnar þannig að ef ekki næst meirihluti fyrir nýjum forsætisráðherra er þing rofið og kosið aftur. „Það væri því hægur leikur fyrir forsetann að búa til stjórnmálaflokk forsetans innan slíkra tillagna, með því að fara í viðtöl við hinn og þennan í þinginu, gera tillögur um forsætisráðherra sem hann veit að verða felldar, þingið ræður ekkert við þetta og gera nákvæmlega sama og de Gaulle gerði, úr 3. Lýðveldinu yfir í 5. lýðveldið. Þessi umræða fór ekkert fram.“ Ekki hrist fram úr erminni að skrifa stjórnarskrá Ólafur segir að það verði að stilla gangverkið saman. Hann nefndi að í Bandaríkjunum sé heil fræðigrein sem fjalli bara um þetta. „Þannig að það er alveg rétt hjá mínum góða vini Sigurði Líndal heitnum, það að búa til nýja stjórnarskrá er intelektúelt, hvað þá pólitískt, gríðarlegt vandaverk. Að halda að það sé hrist fram úr erminni og halda að það verði í lagi gengur gegn eins og ekkert sé gengur gegn allri stjórnskipulegri reynslu. Það hefur ekkert orðið úr þessu verki því miður.“ Ólafur Ragnar sagði að ef stjórnlagaþingið hefði tekið fyrir tiltekna þætti, lykilákvæði, hefði hugsanlega verið hægt að nota þessa vinnu.
Stjórnarskrá Bókaútgáfa Forseti Íslands Fjölmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnlagaþing Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira