Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 15:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundinum í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira