Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2024 11:59 Anna Lúðvíksdóttir, til vinstri, er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty og Guðrún Hafsteinsdótttir, til hægri, er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm og Einar Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins. Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins.
Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26