Atvinnurekendur

Fréttamynd

Til allra stéttar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda

Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana?

Skoðun
Fréttamynd

Hissa og sorg­mædd yfir á­kvörðun VR

Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsað­gerðir breið­fylkingarinnar yrðu sam­ræmdar

Forysta stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar segir aðgerðir félaganna verða samræmdar komi til þess að boðað verði til verkfalla. Ljóst sé að fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um sjálfstæði Seðlabankans standist ekki og vonandi verði hægt að ganga til samninga á ný sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækjum í Grinda­vík að blæða út

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi.

Innlent
Fréttamynd

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik

Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára

Innlent
Fréttamynd

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var til­boð breiðfylkingarinnar

Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Segist treysta sér til að lifa á laununum sem SA býður breiðfylkingunni

Ríkissáttasemjari hyggst ekki boða breiðfylkingu stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins til fundar innan tveggja vikna nema hann finni fyrir vilja hjá þeim til að ræða málin. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að gera það að skilyrði í kjarasamningum að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti.

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­ferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Róðurinn að þyngjast í kjara­við­ræðunum

Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast.

Innlent
Fréttamynd

Minnsta verð­bólga í tæp tvö ár

Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mögu­legt að boða til verk­falla á fimmtu­dag

Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort ráð­herrar hafi vís­vitandi viljað spilla kjara­við­ræðum

Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna.

Innlent
Fréttamynd

Enginn þurfi á á­tökum og ó­friði að halda

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Sátta­semjari ekki búinn að boða til fundar

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ein­lægur samnings­vilji ekki dugað til

Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. 

Innlent
Fréttamynd

Dapur­legt ef stjórn­völd ætla að draga í land í kjara­við­ræðum vegna Grinda­víkur

Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið.

Innlent