Deilur um Hvammsvirkjun

Fréttamynd

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 

Innlent
Fréttamynd

Maður og bolti

Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei!

Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn frestar af­greiðslu á fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður?

Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­lýsingar Lands­virkjunar um raf­mynta­gröft séu loðnar

Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar að sökkva framtíðinni?

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00.

Skoðun
Fréttamynd

Bitcoinvirkjunin

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt minnis­blað um á­hrif Hvamms­virkjunar á Þjórs­ár­laxinn

Síðastliðinn miðvikudag birtist á Vísimarkverð grein eftir dr. Margaret Filardo, virtan sérfræðing í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska. Hún hefur yfir þrjátíu ára reynslu af vöktun og rannsóknum á laxastofnum Kólumbíufljótsins hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Laxa­­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð – hvers vegna?

Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Laxa­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð

Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla Ís­lendingar að fórna sínum laxa­stofnum?

Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Engin ó­vissa um af­drif lax­fiska ofan Hvamms­virkjunar

Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni.

Skoðun
Fréttamynd

Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands?

Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár.

Skoðun