Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2025 14:44 Nýja brúin er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes. Teikning/Vegagerðin Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. „Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009: Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
„Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009:
Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07