Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 20:43 Mörður Árnason var formaður umhverfisnefndar þegar lögin voru sett. Vísir Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“ Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“
Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira