Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Árni Sæberg skrifar 12. febrúar 2025 12:07 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33