Fjármálamarkaðir Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12.7.2024 10:43 Erlendir fjárfestar minnka við sig í ríkisbréfum annan mánuðinn í röð Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað. Innherji 10.7.2024 16:58 Verðbréfafyrirtæki fá líklega að greiða hærri kaupauka en bankar Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka. Innherji 10.7.2024 14:57 Hagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af aukinni útgáfu ríkisbréfa Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg. Innherji 4.7.2024 15:44 „Ekki tímabært“ að rýmka reglur um afleiðuviðskipti með krónuna Seðlabankinn telur rétt að fara „varlega“ í að létta á þeim takmörkunum sem gilda um afleiðuviðskipti bankanna með íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki sé tímabært að rýmka þær reglur, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til, enda gæti það opnað á aukna stöðutöku með gjaldmiðilinn nú þegar vaxtamunur við útlönd fer hækkandi. Innherji 4.7.2024 10:46 Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Viðskipti innlent 3.7.2024 18:11 Lífeyrissjóðir draga heldur úr gjaldeyriskaupum sínum milli ára Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár. Innherji 3.7.2024 07:00 Fjárfestar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum. Innherji 1.7.2024 18:25 CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar lækkaði milli mánaða í júní Undanfarna mánuði hefur gildi CAPE, hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, fikrað sig nær sögulegu meðaltali, að sögn hagfræðings. Umræðan 1.7.2024 07:42 Fjármagn heldur áfram að streyma út úr hlutabréfasjóðum Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði. Innherji 28.6.2024 12:02 JPMorgan Chase afnemur hámark á bónusa í Bretlandi Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Innherji 26.6.2024 15:49 Gullhúðun gerir óverðtryggð lán með föstum vöxtum dýrari Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum. Innherji 24.6.2024 18:14 Coripharma eykur hlutafé um 1,8 milljarða króna Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári. Innherji 12.6.2024 10:47 „Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti. Innherji 6.6.2024 11:03 Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11 Félagið ARMA fær til sín þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Hið nýstofnaða fyrirtæki ARMA Advisory, sem er í eigu fyrrverandi stjórnenda Íslandsbanka og Kviku, hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Atli Rafn Björnsson, framkvæmdastjóri ARMA, stýrði ráðgjöfinni um árabil áður en hann lét af störfum þar um mitt árið í fyrra. Innherji 30.5.2024 17:22 Fjárfestar leita í erlend fasteignafélög en selja þau íslensku Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent. Innherji 29.5.2024 14:33 Þekktir fjárfestar styðja við vegferð Indó sem tapaði 350 milljónum Indó tapaði 350 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 en sparisjóðurinn fjárfesti á sama tíma fyrir 250 milljónir. Á meðal þeirra sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Indó á liðnu ári voru félög í eigu Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, Andra Sveinssonar, Birgis Más Ragnarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar. Að auki bættist Iceland Venture Studio II og sænskur vísisjóður í hluthafahópinn í fyrra. Innherji 17.5.2024 14:57 Krónan stöðug þrátt fyrir áföll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn. Innherji 16.5.2024 10:07 Gengi bréfa Arion rýkur upp eftir „frábæra“ skuldabréfaútgáfu í evrum Hlutabréfaverð Arion hækkaði skarpt eftir að bankinn kláraði 300 milljóna evra almennt skuldabréfaútboð á hagstæðustu kjörum sem íslenskum bönkum hefur boðist í yfir tvö ár en umframeftirspurnin reyndist meiri en sést hefur í útgáfum evrópskra fjármálafyrirtækja í nokkurn tíma. Alþjóðlegi fjárfestingabankinn JP Morgan, einn umsjónaraðila útboðsins, segir niðurstöðuna endurspegla þann aukna áhuga sem er meðal fjárfesta á skuldabréfum íslenskra banka. Innherji 14.5.2024 17:10 Telja að „bestu dagar Airbnb séu framundan“ Sjóðstjórar Paragon Fund telja að bestu dagar Airbnb séu framundan og að félagið muni auka enn frekar við markaðshlutdeild sína á næstu árum. Paragon Fund uppskar 130 prósenta ávöxtun á hálfu ári við kaup á hollensku fjártækni fyrirtæki sem lækkaði verulega eftir lélegt uppgjör. Sjóðstjórunum þótti viðbrögð við uppgjörinu ýkt og hófu að fjárfesta í bréfum Adyen. Þeir telja að undirliggjandi rekstrarframlegð Amazon samstæðunnar eigi mikið inni. Innherji 12.5.2024 09:00 Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið. Innherji 11.5.2024 13:57 „Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast“ Það kæmi sjóðstjórum Paragon Fund ekki á óvart ef bandaríski hlutabréfamarkaðurinn myndi taka „smávægilega leiðréttingu á næstunni“ eftir talsvert miklar hækkanir undanfarna mánuði. Þær voru að hluta byggðar á væntingum um lækkun stýrivaxta. „Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast,“ segir í bréfi til fjárfesta sjóðsins en þar er bent á að jafnaði lækki S&P 500 vísitalan um 14 prósent frá hæsta punkti til þess lægsta innan hvers árs. Innherji 10.5.2024 15:58 Kaupa Íslensk verðbréf Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu. Viðskipti innlent 8.5.2024 07:28 Einn stærsti hluthafinn losaði um hlut sinn í Coripharma Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn. Innherji 7.5.2024 15:41 Seðlabankinn haldi raunaðhaldinu þéttu á meðan „verkið er óklárað“ Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin. Innherji 6.5.2024 11:21 Stofnandi Binance dæmdur fyrir peningaþvætti Changpeng Zhao, stofnandi rafmyndakauphallarinnar Binance, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann játaði sök en farið var fram á tveggja og hálfs árs fangelsisrefsingu. Viðskipti erlent 1.5.2024 11:21 Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára. Innherji 30.4.2024 11:27 Öryggismiðstöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmingshlut Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu. Innherji 29.4.2024 18:09 Hvað er ofurhagnaður? Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Skoðun 29.4.2024 12:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 12 ›
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12.7.2024 10:43
Erlendir fjárfestar minnka við sig í ríkisbréfum annan mánuðinn í röð Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað. Innherji 10.7.2024 16:58
Verðbréfafyrirtæki fá líklega að greiða hærri kaupauka en bankar Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka. Innherji 10.7.2024 14:57
Hagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af aukinni útgáfu ríkisbréfa Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg. Innherji 4.7.2024 15:44
„Ekki tímabært“ að rýmka reglur um afleiðuviðskipti með krónuna Seðlabankinn telur rétt að fara „varlega“ í að létta á þeim takmörkunum sem gilda um afleiðuviðskipti bankanna með íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki sé tímabært að rýmka þær reglur, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til, enda gæti það opnað á aukna stöðutöku með gjaldmiðilinn nú þegar vaxtamunur við útlönd fer hækkandi. Innherji 4.7.2024 10:46
Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Viðskipti innlent 3.7.2024 18:11
Lífeyrissjóðir draga heldur úr gjaldeyriskaupum sínum milli ára Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár. Innherji 3.7.2024 07:00
Fjárfestar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum. Innherji 1.7.2024 18:25
CAPE-hlutfall Úrvalsvísitölunnar lækkaði milli mánaða í júní Undanfarna mánuði hefur gildi CAPE, hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, fikrað sig nær sögulegu meðaltali, að sögn hagfræðings. Umræðan 1.7.2024 07:42
Fjármagn heldur áfram að streyma út úr hlutabréfasjóðum Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði. Innherji 28.6.2024 12:02
JPMorgan Chase afnemur hámark á bónusa í Bretlandi Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Innherji 26.6.2024 15:49
Gullhúðun gerir óverðtryggð lán með föstum vöxtum dýrari Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum. Innherji 24.6.2024 18:14
Coripharma eykur hlutafé um 1,8 milljarða króna Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári. Innherji 12.6.2024 10:47
„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti. Innherji 6.6.2024 11:03
Íslandsbanki greiðir 570 milljóna króna sekt Íslandsbanki hefur tekið sáttaboði fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna ófullnægjandi varna gegn peningaþvætti. Bankinn viðurkennir að brotin séu mörg og alvarleg. Viðskipti innlent 1.6.2024 15:11
Félagið ARMA fær til sín þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Hið nýstofnaða fyrirtæki ARMA Advisory, sem er í eigu fyrrverandi stjórnenda Íslandsbanka og Kviku, hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Atli Rafn Björnsson, framkvæmdastjóri ARMA, stýrði ráðgjöfinni um árabil áður en hann lét af störfum þar um mitt árið í fyrra. Innherji 30.5.2024 17:22
Fjárfestar leita í erlend fasteignafélög en selja þau íslensku Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent. Innherji 29.5.2024 14:33
Þekktir fjárfestar styðja við vegferð Indó sem tapaði 350 milljónum Indó tapaði 350 milljónum króna á sínu fyrsta formlega starfsári 2023 en sparisjóðurinn fjárfesti á sama tíma fyrir 250 milljónir. Á meðal þeirra sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Indó á liðnu ári voru félög í eigu Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, Andra Sveinssonar, Birgis Más Ragnarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar. Að auki bættist Iceland Venture Studio II og sænskur vísisjóður í hluthafahópinn í fyrra. Innherji 17.5.2024 14:57
Krónan stöðug þrátt fyrir áföll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn. Innherji 16.5.2024 10:07
Gengi bréfa Arion rýkur upp eftir „frábæra“ skuldabréfaútgáfu í evrum Hlutabréfaverð Arion hækkaði skarpt eftir að bankinn kláraði 300 milljóna evra almennt skuldabréfaútboð á hagstæðustu kjörum sem íslenskum bönkum hefur boðist í yfir tvö ár en umframeftirspurnin reyndist meiri en sést hefur í útgáfum evrópskra fjármálafyrirtækja í nokkurn tíma. Alþjóðlegi fjárfestingabankinn JP Morgan, einn umsjónaraðila útboðsins, segir niðurstöðuna endurspegla þann aukna áhuga sem er meðal fjárfesta á skuldabréfum íslenskra banka. Innherji 14.5.2024 17:10
Telja að „bestu dagar Airbnb séu framundan“ Sjóðstjórar Paragon Fund telja að bestu dagar Airbnb séu framundan og að félagið muni auka enn frekar við markaðshlutdeild sína á næstu árum. Paragon Fund uppskar 130 prósenta ávöxtun á hálfu ári við kaup á hollensku fjártækni fyrirtæki sem lækkaði verulega eftir lélegt uppgjör. Sjóðstjórunum þótti viðbrögð við uppgjörinu ýkt og hófu að fjárfesta í bréfum Adyen. Þeir telja að undirliggjandi rekstrarframlegð Amazon samstæðunnar eigi mikið inni. Innherji 12.5.2024 09:00
Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið. Innherji 11.5.2024 13:57
„Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast“ Það kæmi sjóðstjórum Paragon Fund ekki á óvart ef bandaríski hlutabréfamarkaðurinn myndi taka „smávægilega leiðréttingu á næstunni“ eftir talsvert miklar hækkanir undanfarna mánuði. Þær voru að hluta byggðar á væntingum um lækkun stýrivaxta. „Leiðréttingar eru hluti af markaðnum og þær skal ekki óttast,“ segir í bréfi til fjárfesta sjóðsins en þar er bent á að jafnaði lækki S&P 500 vísitalan um 14 prósent frá hæsta punkti til þess lægsta innan hvers árs. Innherji 10.5.2024 15:58
Kaupa Íslensk verðbréf Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu. Viðskipti innlent 8.5.2024 07:28
Einn stærsti hluthafinn losaði um hlut sinn í Coripharma Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn. Innherji 7.5.2024 15:41
Seðlabankinn haldi raunaðhaldinu þéttu á meðan „verkið er óklárað“ Þótt verðbólgan sé að ganga niður þá er hún enn fjarri markmiði en peningastefnunefnd Seðlabankans hefur verið skýr um að vilja bíða eftir trúverðugum vísbendingum um að sú þróun haldi áfram, sem eru ekki komin fram, áður en ráðist verður í lækkun vaxta og mun því halda á meðan raunaðhaldinu þéttu, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Samstaða er um það að vaxtastiginu verði haldið óbreyttu til næstu fimmtán vikna en stóra spurningin er hver framsýna leiðsögnin verður – og telja sumir að bankinn þurfi að senda sterk skilaboð um mikið aðhald í peningastefnunni næstu misserin. Innherji 6.5.2024 11:21
Stofnandi Binance dæmdur fyrir peningaþvætti Changpeng Zhao, stofnandi rafmyndakauphallarinnar Binance, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann játaði sök en farið var fram á tveggja og hálfs árs fangelsisrefsingu. Viðskipti erlent 1.5.2024 11:21
Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára. Innherji 30.4.2024 11:27
Öryggismiðstöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmingshlut Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu. Innherji 29.4.2024 18:09
Hvað er ofurhagnaður? Ef ég spyrði þig lesandi góður hvort að 100 þúsund krónur séu góðar vaxtatekjur á innlánsreikningi á einu ári hlýtur svarið þitt að fara eftir því hvað þú ert með inni á bankabókinni þinni. Skoðun 29.4.2024 12:30