Fjármálamarkaðir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Viðskipti innlent 22.7.2025 13:32 Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“ Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær. Innherji 22.7.2025 13:13 Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. Viðskipti innlent 22.7.2025 10:18 „Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Innlent 20.7.2025 19:06 Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira. Innlent 20.7.2025 09:40 Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Afkoma Arion banka síðustu þrjá mánuði fer langt fram úr vætningum og er 45 prósentum hærri en það sem spár gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 15.7.2025 23:26 Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags. Innherji 15.7.2025 11:44 Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 10.7.2025 13:14 Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. Viðskipti innlent 9.7.2025 21:13 Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9.7.2025 08:02 Gengislækkun Alvotech tók niður verðlagningu félaga í Úrvalsvísitölunni Verðlækkun hlutabréfa Alvotech olli því að verðlagning á félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15) lækkaði í júní. Íslensk hlutabréf eru núna verðlögð miðað við hærri ávöxtunarkröfu til eigin fjár en í Bandaríkjunum, eða um 4,4%. Umræðan 2.7.2025 08:19 Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1.7.2025 14:46 Eftirspurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalánamarkað Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út. Innherji 1.7.2025 09:27 Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25.6.2025 14:00 Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum. Innlent 13.6.2025 20:00 Verulegur munur í ávöxtun innlendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta. Innherji 10.6.2025 07:50 Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47 „Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Viðskipti innlent 4.6.2025 13:16 Sjóðirnir horfi til erlendra fjárfestinga og innviða til að forðast bólumyndun Vegna stærðar sinnar geta umsvif lífeyrissjóðanna leitt til þess að „of mikið fjármagn er að elta of fáa fjárfestingarkosti“, sem kann að valda bólumyndun á tilteknum eignamörkuðum, og því þurfa sjóðirnir að fara í meiri fjárfestingar erlendis og eins að horfa til innviðaverkefna hér heima, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra. Fjármála-og efnahagsráðherra telur mikilvægt að fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum séu sjálfbærar og tekið verði tillit til vilja sjóðanna til að taka áhættu. Innherji 30.5.2025 11:56 Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26 Stefán ráðinn sjóðstjóri hlutabréfa hjá Kviku eignastýringu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningu á Stefáni Birgissyni, sem hefur undanfarið starfað í markaðsviðskiptum hjá ACRO, en hann mun þar koma inn í teymi sjóðstjóra hlutabréfa. Innherji 26.5.2025 12:40 Breskir vogunarsjóðir umsvifamestir í kaupum á fyrstu evruútgáfu Kviku Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna. Innherji 25.5.2025 13:17 Var meiri áhætta að stöðva lækkunarferlið og sjá aðhaldið aukast yfir sumarið Ólíkt því sem var fyrir ári síðan þá taldi peningastefnunefndin núna meiri áhættu fylgja því að halda vöxtunum óbreyttum yfir þriggja mánaða tímabil, að sögn seðlabankastjóra, sem hefði getað aukið aðhaldsstigið enn frekar þegar verðbólgan færi að síga niður í sumar. Hann leggur áherslu á að tollastríð Bandaríkjanna gagnvart öllum sínum helstu viðskiptaþjóðum, sem hefur aðeins verið slegið á frest, muni „ekki hafa neitt jákvætt í för með sér fyrir Ísland“ heldur valda minni hagvexti og þá muni ferðaþjónustan líklega verða fyrir höggi vegna veikari Bandaríkjadals. Innherji 22.5.2025 14:46 Kvika að fara í fyrstu skuldabréfaútgáfuna í evrum upp á þrjátíu milljarða Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar. Innherji 19.5.2025 13:38 Bankinn gæti talið meiri áhættu að lækka vexti „of hægt en of hratt“ Þótt síðasta verðbólgumæling hafi verið „svekkjandi“ þá telja langflestir markaðsaðilar að peningastefnunefnd Seðlabankans muni horfa framhjá henni og lækka vextina aftur um 25 punkta, samkvæmt könnun Innherja, og benda sumir á að meirihluti nefndarmanna hljóti núna að líta til þess að meiri áhætta kunni að fylgja því að „lækka vexti of hægt en of hratt.“ Þá furða margir sig á því að viðvarandi sögulega hátt aðhaldsstig bankans sé ekki gagnrýnt í meira mæli og segja „ótrúlegt“ hversu lítið umtal sé um áhrifin af vaxandi óvissu og spennu í alþjóðlegu efnahagslífi. Innherji 19.5.2025 05:47 Veðjuðu á frekari verðlækkun Alvotech skömmu áður en gengið rauk upp Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech hélt áfram að aukast verulega dagana og vikurnar áður en félagið birti uppfærða afkomuspá fyrr í þessum mánuði, sem hefur þýtt að hlutabréfverðið hefur rokið upp, og fjárfestar sem stóðu að þeim viðskiptum munu að óbreyttu taka á sig nokkurt högg. Fjöldi skortseldra hluta í hlutabréfum Alvotech á markaði vestanhafs meira en tífaldaðist á fáeinum mánuðum en þrátt fyrir viðsnúning í gengi bréfa félagsins, sem er núna að bæta við skráningu í Stokkhólmi, er markaðsvirði þess niður um fimmtung á árinu. Innherji 15.5.2025 11:32 Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28 Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Viðskipti innlent 13.5.2025 20:57 „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Innlent 13.5.2025 18:55 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.5.2025 18:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 15 ›
Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Viðskipti innlent 22.7.2025 13:32
Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“ Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær. Innherji 22.7.2025 13:13
Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. Viðskipti innlent 22.7.2025 10:18
„Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Innlent 20.7.2025 19:06
Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira. Innlent 20.7.2025 09:40
Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Afkoma Arion banka síðustu þrjá mánuði fer langt fram úr vætningum og er 45 prósentum hærri en það sem spár gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 15.7.2025 23:26
Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags. Innherji 15.7.2025 11:44
Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 10.7.2025 13:14
Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. Viðskipti innlent 9.7.2025 21:13
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. Viðskipti innlent 9.7.2025 08:02
Gengislækkun Alvotech tók niður verðlagningu félaga í Úrvalsvísitölunni Verðlækkun hlutabréfa Alvotech olli því að verðlagning á félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15) lækkaði í júní. Íslensk hlutabréf eru núna verðlögð miðað við hærri ávöxtunarkröfu til eigin fjár en í Bandaríkjunum, eða um 4,4%. Umræðan 2.7.2025 08:19
Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár. Innherji 1.7.2025 14:46
Eftirspurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalánamarkað Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út. Innherji 1.7.2025 09:27
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25.6.2025 14:00
Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum. Innlent 13.6.2025 20:00
Verulegur munur í ávöxtun innlendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta. Innherji 10.6.2025 07:50
Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47
„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Viðskipti innlent 4.6.2025 13:16
Sjóðirnir horfi til erlendra fjárfestinga og innviða til að forðast bólumyndun Vegna stærðar sinnar geta umsvif lífeyrissjóðanna leitt til þess að „of mikið fjármagn er að elta of fáa fjárfestingarkosti“, sem kann að valda bólumyndun á tilteknum eignamörkuðum, og því þurfa sjóðirnir að fara í meiri fjárfestingar erlendis og eins að horfa til innviðaverkefna hér heima, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra. Fjármála-og efnahagsráðherra telur mikilvægt að fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum séu sjálfbærar og tekið verði tillit til vilja sjóðanna til að taka áhættu. Innherji 30.5.2025 11:56
Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26
Stefán ráðinn sjóðstjóri hlutabréfa hjá Kviku eignastýringu Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningu á Stefáni Birgissyni, sem hefur undanfarið starfað í markaðsviðskiptum hjá ACRO, en hann mun þar koma inn í teymi sjóðstjóra hlutabréfa. Innherji 26.5.2025 12:40
Breskir vogunarsjóðir umsvifamestir í kaupum á fyrstu evruútgáfu Kviku Tæplega tvöföld umframeftirspurn var á meðal fjárfesta þegar Kvika kláraði sína fyrstu skuldabréfaútgáfu í evrum fyrir helgi en kaupendahópurinn samanstóð einkum af vogunarsjóðum frá Bretlandi. Kjörin bötnuðu nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst snemma á föstudagsmorgun en vaxtaálagið á útgáfuna er um hundrað punktum hærra borið saman við sambærileg evrubréf stóru íslensku viðskiptabankanna. Innherji 25.5.2025 13:17
Var meiri áhætta að stöðva lækkunarferlið og sjá aðhaldið aukast yfir sumarið Ólíkt því sem var fyrir ári síðan þá taldi peningastefnunefndin núna meiri áhættu fylgja því að halda vöxtunum óbreyttum yfir þriggja mánaða tímabil, að sögn seðlabankastjóra, sem hefði getað aukið aðhaldsstigið enn frekar þegar verðbólgan færi að síga niður í sumar. Hann leggur áherslu á að tollastríð Bandaríkjanna gagnvart öllum sínum helstu viðskiptaþjóðum, sem hefur aðeins verið slegið á frest, muni „ekki hafa neitt jákvætt í för með sér fyrir Ísland“ heldur valda minni hagvexti og þá muni ferðaþjónustan líklega verða fyrir höggi vegna veikari Bandaríkjadals. Innherji 22.5.2025 14:46
Kvika að fara í fyrstu skuldabréfaútgáfuna í evrum upp á þrjátíu milljarða Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar. Innherji 19.5.2025 13:38
Bankinn gæti talið meiri áhættu að lækka vexti „of hægt en of hratt“ Þótt síðasta verðbólgumæling hafi verið „svekkjandi“ þá telja langflestir markaðsaðilar að peningastefnunefnd Seðlabankans muni horfa framhjá henni og lækka vextina aftur um 25 punkta, samkvæmt könnun Innherja, og benda sumir á að meirihluti nefndarmanna hljóti núna að líta til þess að meiri áhætta kunni að fylgja því að „lækka vexti of hægt en of hratt.“ Þá furða margir sig á því að viðvarandi sögulega hátt aðhaldsstig bankans sé ekki gagnrýnt í meira mæli og segja „ótrúlegt“ hversu lítið umtal sé um áhrifin af vaxandi óvissu og spennu í alþjóðlegu efnahagslífi. Innherji 19.5.2025 05:47
Veðjuðu á frekari verðlækkun Alvotech skömmu áður en gengið rauk upp Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech hélt áfram að aukast verulega dagana og vikurnar áður en félagið birti uppfærða afkomuspá fyrr í þessum mánuði, sem hefur þýtt að hlutabréfverðið hefur rokið upp, og fjárfestar sem stóðu að þeim viðskiptum munu að óbreyttu taka á sig nokkurt högg. Fjöldi skortseldra hluta í hlutabréfum Alvotech á markaði vestanhafs meira en tífaldaðist á fáeinum mánuðum en þrátt fyrir viðsnúning í gengi bréfa félagsins, sem er núna að bæta við skráningu í Stokkhólmi, er markaðsvirði þess niður um fimmtung á árinu. Innherji 15.5.2025 11:32
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28
Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Viðskipti innlent 13.5.2025 20:57
„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Innlent 13.5.2025 18:55
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.5.2025 18:18