VÍS-bikarinn

Fréttamynd

Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR

Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir í undanúrslit

Bikarmeistarar Stjörnunnar urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið vann sex stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms, 98-92.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vona að körfu­bolta­sam­fé­lagið sé ein­huga um að svona fá­rán­leiki fái ekki að ráða för“

Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Sindri gaf ÍR sigur

ÍR-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta án þess að hreyfa legg eða lið því Sindri gaf leikinn við ÍR í 32-liða úrslitum.

Körfubolti