„Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 18. janúar 2025 18:08 Maddie Sutton í 4-liða úrslitunum fyrra Vísir / Pawel Cieslikiewicz Maddie Sutton, leikmaður Þórs Akureyri, var ánægð og stolt með að komast í undanúrslit VÍS-bikarins eftir 94-87 sigur á Haukum á Akureyri í dag. Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum en Haukar gáfust ekki upp og voru lokamínútnar æsispennandi. „Þetta er frábært. Ég er ekkert smá ánægð að fara í undanúrslitin með þessu liði, við fórum í fyrra líka og það var frábært. Við erum ekkert smá spenntar í að sjá hvað við getum gert á þessu ári.“ Haukar eru í efsta sæti Bónus deildarinnar og var því um alvöru baráttu að ræða í dag þar sem Þór er einmitt í öðru sæti deildarinnar. „Haukar eru með mjög gott lið, þetta eru liðin í fyrsta og öðru sæti að spila á móti hvort öðru þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt og við myndum verða þreyttar en við þurftum bara að berjast af alvöru og sjá hvort liðið vildi þetta meira. Þær eru frábært lið en við eigum frábæra stuðningsmenn og spilum vel hérna heima fyrir og það var virkilega ljúft að sjá þetta detta okkar megin.“ Þór leiddi mest með 18 stigum í leiknum og var munurin 13 stig fyrir lokaleikhlutann. Haukar gáfu þó allt sitt og var munurinn eitt stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks og urðu lokamínútur leiksins því æsispennandi. „Okkur finnst gaman að því, að halda öllum á tánum“ sagði Maddie létt og hélt áfram: „Nei, þær eru frábært lið eins og ég sagði, þær kunna að vinna leiki, þær koma til baka eftir að hafa verið undir, þær vissu hvað þær þurftu að gera og við þurftum bara að halda áfram að spila okkar leik.“ „Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp og frábært þjálfarateymi og erum með samfélag sem trúir á okkur og þegar allir þessi hlutir koma saman geta stórkostlegir hlutir átt sér stað“, sagði Maddie að lokum og brosti sínu breiðasta. VÍS-bikarinn Körfubolti Þór Akureyri Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Þórsarar voru með yfirhöndina í leiknum en Haukar gáfust ekki upp og voru lokamínútnar æsispennandi. „Þetta er frábært. Ég er ekkert smá ánægð að fara í undanúrslitin með þessu liði, við fórum í fyrra líka og það var frábært. Við erum ekkert smá spenntar í að sjá hvað við getum gert á þessu ári.“ Haukar eru í efsta sæti Bónus deildarinnar og var því um alvöru baráttu að ræða í dag þar sem Þór er einmitt í öðru sæti deildarinnar. „Haukar eru með mjög gott lið, þetta eru liðin í fyrsta og öðru sæti að spila á móti hvort öðru þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt og við myndum verða þreyttar en við þurftum bara að berjast af alvöru og sjá hvort liðið vildi þetta meira. Þær eru frábært lið en við eigum frábæra stuðningsmenn og spilum vel hérna heima fyrir og það var virkilega ljúft að sjá þetta detta okkar megin.“ Þór leiddi mest með 18 stigum í leiknum og var munurin 13 stig fyrir lokaleikhlutann. Haukar gáfu þó allt sitt og var munurinn eitt stig þegar þrjár mínútur lifðu leiks og urðu lokamínútur leiksins því æsispennandi. „Okkur finnst gaman að því, að halda öllum á tánum“ sagði Maddie létt og hélt áfram: „Nei, þær eru frábært lið eins og ég sagði, þær kunna að vinna leiki, þær koma til baka eftir að hafa verið undir, þær vissu hvað þær þurftu að gera og við þurftum bara að halda áfram að spila okkar leik.“ „Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp og frábært þjálfarateymi og erum með samfélag sem trúir á okkur og þegar allir þessi hlutir koma saman geta stórkostlegir hlutir átt sér stað“, sagði Maddie að lokum og brosti sínu breiðasta.
VÍS-bikarinn Körfubolti Þór Akureyri Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira