Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2025 21:20 Ægir Þór Steinarsson skilaði heldur betur framlagi í kvöld til að sigla sigrinum heim. vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. „Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“
VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik